Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:08 Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54