Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:08 Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að þeir fimm flokkar sem hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar í dag geti myndað saman „frábæra ríkisstjórn.“ Ljóst sé þó að muni ekki verða auðvelt en flokkarnir búi að þeirri vinnu sem þegar hafi farið fram. Þetta kom fram í máli Birgittu sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. „Það sem mér finnst frábært við það að eiga í samræðum við fimm flokka sem eru mjög ólíkir að allir þessir flokkar hafa styrkleika. Allir þessir flokkar hafa sérhæfingar, ef að maður getur reynt að draga fram værum við með frábæra ríkisstjórn,“ sagði Birgitta. Búist er við því að viðræður Pírata, VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefjist síðar í dag. Birgitta segir að Píratar hafi nýtt helgina í að vinna undirbúningsvinnu. Farið hafi verið yfir viðræður þessarra flokka sem siglu í strand í þarsíðustu viku og á hverju væri hægt að byggja í þeim efnum. „Við erum sammála um það að við náðum saman um mjög marga stóra póla. Við getum mjög vel nýtt okkur þá vinnu sem átti sér stað í þessu ferli síðast og það sem hefur komið fram á meðan allir flokkar voru að tala saman við ólíka flokka,“ sagði Birgitta.Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn.Vísir/ErnirNálgun Pírata geti hjálpað Viðræðurnar strönduðu á skattamálum þar sem kom í ljós að Viðreisn og VG gátu ekki náð saman um leiðir til þess að standa straum af auknum útgjöldum ríkissjóðs ef standa eigi við kosningaloforð flestra flokka um aukin útgjöld til heilbrigðismála. Birgitta segir að vonir standi til að nálgun Pírata á viðræðurnar geti hjálpað til í þessum málum. „Síðast þegar við fórum í þessa vinnu var það út frá sjónarhorni þeirra sem eru lengst til vinstri í þessari flokkaflóru. Þá var kannski erfiðara fyrir þá sem eru lengst til hægri að koma að ásættanlegri niðurstöðu. Nú reynum við að nálgast þetta út frá miðjunni,“ sagði Birgitta. Hún segir að ákveðin tækifæri séu til þess að ná í fjármuni til að standa undir auknum útgjöldum til heilbrigðismála en að allir flokkar þurfi að geta sætt við þær leiðir sem farnar verði til þess. Líkt og fyrr segir hefjast viðræður flokkanna í dag og segir Birgitta að fyrst verði erfiðustu málin rædd, það muni auðvelda frekari viðræður til muna. Flokkarnir séu sammála um margt en að það sem þeir séu ósammála um þurfi að vinna vel. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata Fjórar kempur úr stjórnmálunum mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar klukkan 12:20 3. desember 2016 11:20
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54