Terry Richardson sá um ljósmyndirnar en hann er afar umdeildur innan tískubransans. Hann hefur oft og mörgum sinnum verið sakaður um kynferðislegt áreiti og ofbeldi af fyrirsætum sínum. Myndirnar hans eru einnig oftast afar kynferðislegar og dagatalið hjá Kylie er engin undantekning.
Á snapchat aðgangi Kylie í gærkvöldi sýndi hún frá nokkrum síðum úr dagatalinu og þar má meðal annars sjá hana sitja fyrir á nærbuxunum með snáki.
