Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 10:15 Einhvernveginn svona sér grafískur hönnuður Vísis tæknina fyrir sér. Vísir/Getty Möguleikarnir sem fylgja Polly, nýjum talgreini Amazon, eru nánast endalausir að sögn tölvu- og tækniráðgjafa Blindrafélagsins. Með hjálp Polly gætu ryksugur framtíðarinnar til dæmis sagt þér hvenær sé kominn tími á að tæma ryksugupokann. „Þetta er alveg rosalega einföld og sniðug þjónusta til þess að bæta við íslensku eða öðrum tungumálum inn í rauninni hvað sem er,“ segir Baldur Snær Sigurðsson tölvu- og tækniráðgjafa Blindrafélagsins. Polly var kynnt í síðustu viku og er í stuttu máli tæki sem tekur texta og les upp með eðlilegri röddu. Íslenska er ein af 27 tungumálum sem í boði eru. Rekja má það til þess að Blindrafélagið lét pólska fyrirtækið Iwona þróa talgervla sem töluðu íslensku, Dóru og Karl. Amazon keypti síðan pólska fyrirtækið og Dóra og Karl fylgdu með.Baldur Snær Sigurðsson, tölvu og tækniráðgjafi Blindrafélagsins.Myndir/Baldur Snær Sigurðsson.Strætóskýlið gæti sagt þér hvenær von er á næsta strætó Í tilkynningu frá Amazon sagði að með Polly opnist nýir möguleikar í framboði á vörum sem geti talað við notendur sína, allt frá farsímum yfir til bíla og raftækja. Baldur segir þetta vera hárrétt og að möguleikarnir séu nánast endalausir. „Það er hægt að þróa ryksugu sem talar. Ryksugan gæti verið með lítinn talgervil sem gæti til dæmis sagt: Nú þarf að skipta um poka,“ segir Baldur. Þá nefnir hann að flugstöðvar hér á landi sem og Strætó gætu nýtt Polly. „Strætó gæti sett upp upplestur á strætóskýlin sín sem segði hvenær næsti strætó kemur. Hægt væri að láta þessa lausn lesa upp tilkynningar í flugstöðinni,“ segir Baldur og bendir á að nú geti fyrirtæki bætt við upplestri á texta á heimasíðum sínum án mikils tilkostnaðar. „Vonandi ýtir þetta á þá sem eru frumkvöðlar og fyrirtæki að útvíkka sínar þjónustur, að bæta við lestri inn á sínar heimasíður eða í smáforrit sín,“ segir Baldur sem er gríðarlega ánægður með að íslenskan hafi fengið að fylgja með í þróun Polly. „Það er æðislegt að raddirnar séu komnar inn í svona stóran pakka.“Talgreining næsta skref Segja má að þróunin sé jákvæð fyrir íslenskuna sem er langminnsta tungumálið sem í boði eru fyrir Polly. Án Blindrafélagsins og viðleitni þeirra til þess að láta þróa Dóru og Karl er alls ekki víst að íslenskan hefði verið með. Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir og hafa sérfræðingarnar talað um að íslenskan verði einfaldlega að fylgja með í þeirri tækni, annars geti tungumálið hreinlega setið eftir.Þeir sérfræðingar sem Vísir ræddi við í síðustu viku eru sammála um að Amazon Polly sé stórt skref í rétta átt enda sé mikilvægt að stórfyrirtækin láti íslenskuna fylgja með líkt og nú. Næsta skref sé hins vegar að láta útbúa talgreini þannig að tæki og tól geti skilið það sem sagt er við þau á íslensku. Unnið er að slíku tóli við Háskólann í Reykjavík og er vonast til þess að stórfyrirtæki á borð við Amazon og fleiri geti nýtt sér þá vinnu síðar meir. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trolladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Möguleikarnir sem fylgja Polly, nýjum talgreini Amazon, eru nánast endalausir að sögn tölvu- og tækniráðgjafa Blindrafélagsins. Með hjálp Polly gætu ryksugur framtíðarinnar til dæmis sagt þér hvenær sé kominn tími á að tæma ryksugupokann. „Þetta er alveg rosalega einföld og sniðug þjónusta til þess að bæta við íslensku eða öðrum tungumálum inn í rauninni hvað sem er,“ segir Baldur Snær Sigurðsson tölvu- og tækniráðgjafa Blindrafélagsins. Polly var kynnt í síðustu viku og er í stuttu máli tæki sem tekur texta og les upp með eðlilegri röddu. Íslenska er ein af 27 tungumálum sem í boði eru. Rekja má það til þess að Blindrafélagið lét pólska fyrirtækið Iwona þróa talgervla sem töluðu íslensku, Dóru og Karl. Amazon keypti síðan pólska fyrirtækið og Dóra og Karl fylgdu með.Baldur Snær Sigurðsson, tölvu og tækniráðgjafi Blindrafélagsins.Myndir/Baldur Snær Sigurðsson.Strætóskýlið gæti sagt þér hvenær von er á næsta strætó Í tilkynningu frá Amazon sagði að með Polly opnist nýir möguleikar í framboði á vörum sem geti talað við notendur sína, allt frá farsímum yfir til bíla og raftækja. Baldur segir þetta vera hárrétt og að möguleikarnir séu nánast endalausir. „Það er hægt að þróa ryksugu sem talar. Ryksugan gæti verið með lítinn talgervil sem gæti til dæmis sagt: Nú þarf að skipta um poka,“ segir Baldur. Þá nefnir hann að flugstöðvar hér á landi sem og Strætó gætu nýtt Polly. „Strætó gæti sett upp upplestur á strætóskýlin sín sem segði hvenær næsti strætó kemur. Hægt væri að láta þessa lausn lesa upp tilkynningar í flugstöðinni,“ segir Baldur og bendir á að nú geti fyrirtæki bætt við upplestri á texta á heimasíðum sínum án mikils tilkostnaðar. „Vonandi ýtir þetta á þá sem eru frumkvöðlar og fyrirtæki að útvíkka sínar þjónustur, að bæta við lestri inn á sínar heimasíður eða í smáforrit sín,“ segir Baldur sem er gríðarlega ánægður með að íslenskan hafi fengið að fylgja með í þróun Polly. „Það er æðislegt að raddirnar séu komnar inn í svona stóran pakka.“Talgreining næsta skref Segja má að þróunin sé jákvæð fyrir íslenskuna sem er langminnsta tungumálið sem í boði eru fyrir Polly. Án Blindrafélagsins og viðleitni þeirra til þess að láta þróa Dóru og Karl er alls ekki víst að íslenskan hefði verið með. Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir og hafa sérfræðingarnar talað um að íslenskan verði einfaldlega að fylgja með í þeirri tækni, annars geti tungumálið hreinlega setið eftir.Þeir sérfræðingar sem Vísir ræddi við í síðustu viku eru sammála um að Amazon Polly sé stórt skref í rétta átt enda sé mikilvægt að stórfyrirtækin láti íslenskuna fylgja með líkt og nú. Næsta skref sé hins vegar að láta útbúa talgreini þannig að tæki og tól geti skilið það sem sagt er við þau á íslensku. Unnið er að slíku tóli við Háskólann í Reykjavík og er vonast til þess að stórfyrirtæki á borð við Amazon og fleiri geti nýtt sér þá vinnu síðar meir.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trolladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00