Ráðhúsin 74 Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2016 07:00 Í Mitte, einu af hverfum Berlínar, búa 356 þúsund manns á 39 ferkílómetrum. Hinn 1. janúar á þessu ári bjuggu 332.529 á Íslandi á 103 þúsund ferkílómetrum. Við erum svo fá að við erum eins og hverfi í Berlín. Bara gríðarlega vel dreifð. Sjálfstæði sveitarfélaga er tryggt í stjórnarskránni en þar segir að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Jafnframt skuli tekjustofnar þeirra ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir. Ákvæði um sjálfstæði sveitarfélaga er skipað í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og á það sér sögulegar rætur í þeirri grunnhugsun að réttur sveitarfélaga til að ráða eigin málefnum sé jafnframt réttur íbúa þeirra til að ráða málefnum sínum sjálfir. Sveitarfélögin tóku við af hreppunum sem fram til ársins 1872 voru á bilinu 160-170 talsins. Undir lok nítjándu aldar fór þeim að fjölga en lengst af tuttugustu öldinni voru sveitarfélögin vel yfir 200. Líklega voru þau flest árið 1950 þegar þau voru 229. Á Íslandi eru núna 74 sveitarfélög þrátt fyrir að þeim hafi fækkað talsvert með sameiningum á undanförnum árum og áratugum. Í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Samtök atvinnulífsins færa fyrir því rök að í kjölfarið verði flókin samstarfsform sveitarfélaga óþörf og rekstur fari fram á hagkvæmari máta. Þá verði enginn grundvöllur fyrir þriðja stjórnsýslustiginu, sérhvert sveitarfélag muni alfarið sjá um þjónustu við fatlaða. Forsendur muni skapast til að leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Samanburður milli sveitarfélaga verði jafnframt marktækari þar sem sveitarfélögin verði áþekkari að stærð og gerð. Þá muni skapast tækifæri til að einfalda regluverk og auðveldara verði að hafa eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Mannfjöldi er ekki það eina sem ber að horfa á þegar metið er hvort sveitarfélög skuli standa ein og sér eða sameinast öðrum. Í litlum bæjarfélögum úti á landi eru oft bestu upplýsingarnar um þarfir íbúanna á svæðinu sjálfu en ekki á skrifstofum mörg hundruð kílómetrum í burtu. Nútímatækni og boðleiðir með nýjustu fjarskiptum breyta engu um þetta. Það er einnig hætt við því að ef sveitarfélögum fækki of mikið verði fámenn þorp útundan og ríkari „hverfi“ fái sitt fram í krafti stærðar og fjölmennis. Að þessu sögðu er samt stórmerkilegt að í landi þar sem íbúafjöldinn er á við hverfi í Berlín séu 74 sjálfstæð sveitarfélög. Það er ekki endilega víst að það sé skynsamlegt að fækka sveitarfélögum í níu á grundvelli tillagna Samtaka atvinnulífsins þótt þær séu allrar athygli verðar. Það liggur hins vegar beinast við að skoða af alvöru fækkun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þótt sveitarfélögin hafi átt með sér gott samstarf, ekki síst á vettvangi Strætó, stendur það samræmdri ákvarðanatöku um framtíðarskipulag höfuðborgarsvæðisins fyrir þrifum að á því séu nokkur mismunandi sjálfstæð sveitarfélög sem ganga ekki í takt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í Mitte, einu af hverfum Berlínar, búa 356 þúsund manns á 39 ferkílómetrum. Hinn 1. janúar á þessu ári bjuggu 332.529 á Íslandi á 103 þúsund ferkílómetrum. Við erum svo fá að við erum eins og hverfi í Berlín. Bara gríðarlega vel dreifð. Sjálfstæði sveitarfélaga er tryggt í stjórnarskránni en þar segir að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Jafnframt skuli tekjustofnar þeirra ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir. Ákvæði um sjálfstæði sveitarfélaga er skipað í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og á það sér sögulegar rætur í þeirri grunnhugsun að réttur sveitarfélaga til að ráða eigin málefnum sé jafnframt réttur íbúa þeirra til að ráða málefnum sínum sjálfir. Sveitarfélögin tóku við af hreppunum sem fram til ársins 1872 voru á bilinu 160-170 talsins. Undir lok nítjándu aldar fór þeim að fjölga en lengst af tuttugustu öldinni voru sveitarfélögin vel yfir 200. Líklega voru þau flest árið 1950 þegar þau voru 229. Á Íslandi eru núna 74 sveitarfélög þrátt fyrir að þeim hafi fækkað talsvert með sameiningum á undanförnum árum og áratugum. Í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Samtök atvinnulífsins færa fyrir því rök að í kjölfarið verði flókin samstarfsform sveitarfélaga óþörf og rekstur fari fram á hagkvæmari máta. Þá verði enginn grundvöllur fyrir þriðja stjórnsýslustiginu, sérhvert sveitarfélag muni alfarið sjá um þjónustu við fatlaða. Forsendur muni skapast til að leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Samanburður milli sveitarfélaga verði jafnframt marktækari þar sem sveitarfélögin verði áþekkari að stærð og gerð. Þá muni skapast tækifæri til að einfalda regluverk og auðveldara verði að hafa eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Mannfjöldi er ekki það eina sem ber að horfa á þegar metið er hvort sveitarfélög skuli standa ein og sér eða sameinast öðrum. Í litlum bæjarfélögum úti á landi eru oft bestu upplýsingarnar um þarfir íbúanna á svæðinu sjálfu en ekki á skrifstofum mörg hundruð kílómetrum í burtu. Nútímatækni og boðleiðir með nýjustu fjarskiptum breyta engu um þetta. Það er einnig hætt við því að ef sveitarfélögum fækki of mikið verði fámenn þorp útundan og ríkari „hverfi“ fái sitt fram í krafti stærðar og fjölmennis. Að þessu sögðu er samt stórmerkilegt að í landi þar sem íbúafjöldinn er á við hverfi í Berlín séu 74 sjálfstæð sveitarfélög. Það er ekki endilega víst að það sé skynsamlegt að fækka sveitarfélögum í níu á grundvelli tillagna Samtaka atvinnulífsins þótt þær séu allrar athygli verðar. Það liggur hins vegar beinast við að skoða af alvöru fækkun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þótt sveitarfélögin hafi átt með sér gott samstarf, ekki síst á vettvangi Strætó, stendur það samræmdri ákvarðanatöku um framtíðarskipulag höfuðborgarsvæðisins fyrir þrifum að á því séu nokkur mismunandi sjálfstæð sveitarfélög sem ganga ekki í takt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun