Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 22:00 Þetta var skelfilegt kvöld fyrir Besiktas í Kænugarði. Vísir/Getty Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira