Merkið hennar heitir Good American og selur gallabuxur fyrir konur í öllum stærðum. Það sem meira er að á vefsíðunni þar sem buxurnar eru seldar eru fyrirsæturnar í mörgum mismunandi stærðum, ekki aðeins þær sem passa í minnstu stærðirnar.
Þetta virðist hafa fallið vel í kramið hjá viðskiptavinum enda seldi Khloe gallabuxur fyrir eina milljón dollara á fyrsta deginum. Það mun vera stærsti opnunardagur í sögu gallabuxna. Buxurnar hafa selst afar vel en ein tegund hefur selst upp tvisvar sinnum. Buxurnar fóru í sölu um miðjan október. Lítið er eftir af vörum á síðunni en von er á fleiri vörum og vörulínum strax á nýju ári.
