Dortmund náði óvænt efsta sæti B-riðils efitr að hafa tryggt sér 2-2 jafntefli gegn Real Madrid á útivelli, þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir.
Sjá einnig: Markasúpur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Porto komst svo áfram úr C-riðli eftir að hafa kjöldregið Englandsmeistara Leicester, 5-0. Leicester var þó þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum.
Ljóst er að Sevilla mun ekki vinna Evrópudeildina fjórða árið í röð en liðið tryggði sér annað sæti H-riðils og þar með sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sevilla gerði markalaust jafntefli gegn Lyon í Frakklandi sem dugði til.
Mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.