Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 60-52 | Garðbæingar lögðu meistarana Árni Jóhannsson í Ásgarði skrifar 10. desember 2016 18:45 Danielle Victoria Rodríguez skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann átta stiga sigur, 60-52, á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Ásgarði í 12. umferð Domino's deildar kvenna í dag. Þetta var annar sigur Stjörnunnar í röð en liðið er komið með 12 stig í deildinni. Þetta var hins vegar annað tap Snæfells í síðustu þremur leikjum sínum.Afhverju vann Stjarnan? Leikurinn í Ásgarði í dagmjög spennandi frá fyrstu mínútu til hinnar seinustu en á endanum var það hungur heimakvenna sem skilaði þeim stigunum tveimur. Þær voru ákveðnari í sínum aðgerðum og höfðu ögn betur í varnarbaráttunni og frákasta baráttunni sem að lokum skildi liðin að. Á lokamínútunum sýndu þær svo gífurlega skynsemi og létu sprettinn sem Snæfell náði ekki slá sig út af laginu. Þær tóku langar sóknir í lokin og þegar Stjörnukonur fóru að brjóta á þeim þá nýttu þær vítin sín til að sigla leiknum í höfn. Snæfell hafði náð yfirtökunum um miðbik leiksins en misstu einbeitinguna og þar með Stjörnukonur fram úr sér sem kostaði þær leikinn. Þjálfari þeirra Ingi Þór Steinþórsson var mjög svekktur með sína leikmenn en viðtal við hann fylgir að neðan. Meðal annars sagði hann að hans leikmenn hafi verið á eftir í allri baráttu í leiknum og verið undir allan leikinn. Hvað gekk vel?Hjá báðum liðum gekk varnarleikurinn prýðilega. Bæði lið voru að tapa boltanum dálítið og voru að þrýsta hvoru öðru í að nýta alla skotklukkuna og erfið skot. Heimakonur stálu t.d. 11 boltum og vörðu fjögur skot og Snæfellingar stálu níu boltum og vörðu fimm skot þannig að úr urðu ansi lagleg tilþrif. Hvað gekk illa?Aftur á móti gekk þá illa að koma boltanum í körfuna á löngum köflum leiksins og virtust liðunum fyrirmunað að skora. Þá skipti það engu máli máli hvort um var að ræða skot utan af velli eða sniðskoti eftir gegnumbrot. Bestu menn vallarins?Daniell Victoria Rodriguez hjá Stjörnunni var besti leikmaður dagsins og þá er á engan hallað. Hún skoraði 17 stig, tók 10 fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal 5 boltum og varði tvö skot. Tröllalína frá þessum góða leikmanni sem fór fyrir sínu liði einnig í baráttu og ákafa. Hjá gestunum var það Aaryn Ellenberg-Wiley sem var stigahæst með 26 stig en hún fékk litla hjálp frá liðsfélugum sínum í stigaskorinu og því fór sem fór. Tölfræði sem vakti athygli?Aaryn Ellenberg-Wiley skoraði helming stiga liðsins síns. Hún var sún eina sem virtist með lífsmarki hjá gestunum og ef hún hefði örlítið meiri hjálp frá liðsfélugum sínum hefði staðan getað verið öðruvísi í lokin. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði til að mynda ekki stig í kvöld og spilaði þó í 25 mínútur og Gunnhildur Gunnarsdóttir skilaði ekki nema fimm stigum en að meðaltali skorar hún 12 stig í leik.Pétur Már Sigurðsson: Leikmenn mínir eiga stórt hrós skilið Þjálfari Stjörnunar var að vonum kátur með sigur sinna kvenna í kvöld en hans konur unnu leik sinn gegn Snæfell í dag og því höfðu þær sætaskipti við Njarðvík sem tapaði á móti Keflavík á sama tíma. „Jú mjög góður sigur hjá okkur í dag. Ég var mjög ánægður með vinnuframlag minna manna og ákvarðanatöku okkar í restina. Við höfðum búist við spennuleik í dag og leikmenn mínir eiga stórt hrós skilið fyrir hvernig þær framkvæmdu leikinn.“ Pétur var spurður hvort það hafi verið varnarleikurinn sem skilaði sigrinum í dag. „Jú það var varnarleikurinn sem skilaði þessu í dag en við lögðum áherslu á það fyrir leikinn og var vörnin þétt og unnum við frákastabaráttuna og það skilar okkur þessu. Við fáum þá meira sjálfstraust í sókninni og þá líður okkur aðeins betur þegar við erum að framkvæma okkar leikkerfi. Snæfell er líka með frábært varnarlið en við náðum stoppunum og náðum flæði í sókninni í restina.“ Að lokum var Pétur spurður út í framhaldið í deildinni og hvernig hann sæi það fyrir sér. „Við erum jákvæðar gagnvart framhaldinu, við erum að leggja okkur fram á æfingum og undirbúum okkur fyrir næsta leik. Það er það sem er í gangi hjá Stjörnunni núna.“Ingi Þór Steinþórsson: Lítum út eins og á fyrstu metrunum að hausti Hann var mjög svekktur þjálfari Snæfells þegar blaðamaður náði af honum tali eftir leikinn í Ásgarði í dag. Hann var spurður að því hvað hans leikmenn hefðu getað gert betur til að ná úrslitunum. „Það er svo margt, hvað höfum við langan tíma“, sagði hann en hélt svo áfram „við erum frá A-Ö á eftir Stjörnunni í öllu þú getur bara nefnt dæmi um það og við erum á eftir þeim. Ég er rosalega óánægður. „Það skiptir engu máli hvað þú ætlar að gera eða setur upp, ef áræðnin er ekki til staðar þá virkar ekkert. Við tókum ekki áræðnina með í dag og vorum ekki með hana í síðasta leik þannig að það er eitthvað sem við þurfum að finna hjá okkur og kalla fram í sameiningu. Við erum langt frá því sem við höfum séð á æfingum og í leikjum í byrjun tímabils. Það er einhver hnútur sem við þurfum að leysa og ég hef fulla trú á því að þegar við leysum hann þá komumst við í gang aftur en lítum út núna eins og við séum á fyrstu metrunum að hausti.“ „Þetta er langt frá því að vera vanmat, ég veit alveg hvað það er sem er að hamla okkur og held því bara út af fyrir mig. En á meðan þá þurfum við að halda áfram og halda hausnum uppi. Nú veit ég ekki hvernig leikurinn í Keflavík fór en okkar markmið er að enda í topp fjórum enn þá en það eru mörg lið jöfn í deildinni og það má lítið út af bera í þessu þannig að við séum fyrir utan úrslitakeppnina“, sagði Ingi Þór að lokum eftir að hafa verið spurður hvort hann gæti útskýrt hvað væri í gangi hjá hans leikmönnum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann átta stiga sigur, 60-52, á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Ásgarði í 12. umferð Domino's deildar kvenna í dag. Þetta var annar sigur Stjörnunnar í röð en liðið er komið með 12 stig í deildinni. Þetta var hins vegar annað tap Snæfells í síðustu þremur leikjum sínum.Afhverju vann Stjarnan? Leikurinn í Ásgarði í dagmjög spennandi frá fyrstu mínútu til hinnar seinustu en á endanum var það hungur heimakvenna sem skilaði þeim stigunum tveimur. Þær voru ákveðnari í sínum aðgerðum og höfðu ögn betur í varnarbaráttunni og frákasta baráttunni sem að lokum skildi liðin að. Á lokamínútunum sýndu þær svo gífurlega skynsemi og létu sprettinn sem Snæfell náði ekki slá sig út af laginu. Þær tóku langar sóknir í lokin og þegar Stjörnukonur fóru að brjóta á þeim þá nýttu þær vítin sín til að sigla leiknum í höfn. Snæfell hafði náð yfirtökunum um miðbik leiksins en misstu einbeitinguna og þar með Stjörnukonur fram úr sér sem kostaði þær leikinn. Þjálfari þeirra Ingi Þór Steinþórsson var mjög svekktur með sína leikmenn en viðtal við hann fylgir að neðan. Meðal annars sagði hann að hans leikmenn hafi verið á eftir í allri baráttu í leiknum og verið undir allan leikinn. Hvað gekk vel?Hjá báðum liðum gekk varnarleikurinn prýðilega. Bæði lið voru að tapa boltanum dálítið og voru að þrýsta hvoru öðru í að nýta alla skotklukkuna og erfið skot. Heimakonur stálu t.d. 11 boltum og vörðu fjögur skot og Snæfellingar stálu níu boltum og vörðu fimm skot þannig að úr urðu ansi lagleg tilþrif. Hvað gekk illa?Aftur á móti gekk þá illa að koma boltanum í körfuna á löngum köflum leiksins og virtust liðunum fyrirmunað að skora. Þá skipti það engu máli máli hvort um var að ræða skot utan af velli eða sniðskoti eftir gegnumbrot. Bestu menn vallarins?Daniell Victoria Rodriguez hjá Stjörnunni var besti leikmaður dagsins og þá er á engan hallað. Hún skoraði 17 stig, tók 10 fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal 5 boltum og varði tvö skot. Tröllalína frá þessum góða leikmanni sem fór fyrir sínu liði einnig í baráttu og ákafa. Hjá gestunum var það Aaryn Ellenberg-Wiley sem var stigahæst með 26 stig en hún fékk litla hjálp frá liðsfélugum sínum í stigaskorinu og því fór sem fór. Tölfræði sem vakti athygli?Aaryn Ellenberg-Wiley skoraði helming stiga liðsins síns. Hún var sún eina sem virtist með lífsmarki hjá gestunum og ef hún hefði örlítið meiri hjálp frá liðsfélugum sínum hefði staðan getað verið öðruvísi í lokin. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði til að mynda ekki stig í kvöld og spilaði þó í 25 mínútur og Gunnhildur Gunnarsdóttir skilaði ekki nema fimm stigum en að meðaltali skorar hún 12 stig í leik.Pétur Már Sigurðsson: Leikmenn mínir eiga stórt hrós skilið Þjálfari Stjörnunar var að vonum kátur með sigur sinna kvenna í kvöld en hans konur unnu leik sinn gegn Snæfell í dag og því höfðu þær sætaskipti við Njarðvík sem tapaði á móti Keflavík á sama tíma. „Jú mjög góður sigur hjá okkur í dag. Ég var mjög ánægður með vinnuframlag minna manna og ákvarðanatöku okkar í restina. Við höfðum búist við spennuleik í dag og leikmenn mínir eiga stórt hrós skilið fyrir hvernig þær framkvæmdu leikinn.“ Pétur var spurður hvort það hafi verið varnarleikurinn sem skilaði sigrinum í dag. „Jú það var varnarleikurinn sem skilaði þessu í dag en við lögðum áherslu á það fyrir leikinn og var vörnin þétt og unnum við frákastabaráttuna og það skilar okkur þessu. Við fáum þá meira sjálfstraust í sókninni og þá líður okkur aðeins betur þegar við erum að framkvæma okkar leikkerfi. Snæfell er líka með frábært varnarlið en við náðum stoppunum og náðum flæði í sókninni í restina.“ Að lokum var Pétur spurður út í framhaldið í deildinni og hvernig hann sæi það fyrir sér. „Við erum jákvæðar gagnvart framhaldinu, við erum að leggja okkur fram á æfingum og undirbúum okkur fyrir næsta leik. Það er það sem er í gangi hjá Stjörnunni núna.“Ingi Þór Steinþórsson: Lítum út eins og á fyrstu metrunum að hausti Hann var mjög svekktur þjálfari Snæfells þegar blaðamaður náði af honum tali eftir leikinn í Ásgarði í dag. Hann var spurður að því hvað hans leikmenn hefðu getað gert betur til að ná úrslitunum. „Það er svo margt, hvað höfum við langan tíma“, sagði hann en hélt svo áfram „við erum frá A-Ö á eftir Stjörnunni í öllu þú getur bara nefnt dæmi um það og við erum á eftir þeim. Ég er rosalega óánægður. „Það skiptir engu máli hvað þú ætlar að gera eða setur upp, ef áræðnin er ekki til staðar þá virkar ekkert. Við tókum ekki áræðnina með í dag og vorum ekki með hana í síðasta leik þannig að það er eitthvað sem við þurfum að finna hjá okkur og kalla fram í sameiningu. Við erum langt frá því sem við höfum séð á æfingum og í leikjum í byrjun tímabils. Það er einhver hnútur sem við þurfum að leysa og ég hef fulla trú á því að þegar við leysum hann þá komumst við í gang aftur en lítum út núna eins og við séum á fyrstu metrunum að hausti.“ „Þetta er langt frá því að vera vanmat, ég veit alveg hvað það er sem er að hamla okkur og held því bara út af fyrir mig. En á meðan þá þurfum við að halda áfram og halda hausnum uppi. Nú veit ég ekki hvernig leikurinn í Keflavík fór en okkar markmið er að enda í topp fjórum enn þá en það eru mörg lið jöfn í deildinni og það má lítið út af bera í þessu þannig að við séum fyrir utan úrslitakeppnina“, sagði Ingi Þór að lokum eftir að hafa verið spurður hvort hann gæti útskýrt hvað væri í gangi hjá hans leikmönnum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira