Sergio Ramos reyndist bjargvættur Real Madrid annan leikinn í röð þegar liðið mætti Deportivo La Coruna í kvöld.
Á annarri mínútu í uppbótartíma skoraði Ramos sigurmark Real Madrid með skalla eftir hornspyrnu Tonis Kroos. Lokatölur 3-2, Real Madrid í vil.
Með sigrinum endurheimtu Madrídingar sex forystu á Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Fyrri hálfleikurinn var markalaus en eftir fimm mínútna leik í þeim seinni kom Álvaro Morata Real Madrid yfir með sínu fimmta deildarmarki í vetur.
Þá var komið að þætti Joselus. Hann kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og fimm mínútum síðar var hann búinn að skora. Joselu var ekki hættur og hann kom Deportivo yfir með sínu öðru marki á 65. mínútu. Tvö mörk á þremur mínútum og gestirnir komnir með forystuna.
Heimamenn gáfust þó ekki upp og Mariano Diaz jafnaði metin á 84. mínútu eftir undirbúning frá öðrum varamanni, Lucas Vázquez.
Það var svo Ramos sem tryggði Real Madrid öll þrjú stigin í uppbótartíma eins og áður sagði. Um síðustu helgi tryggði hann Real Madrid jafntefli gegn Barcelona með marki á lokamínútu leiksins.
Ramos kom Real Madrid aftur til bjargar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Hrókeringar í markmannsmálum Man City
Enski boltinn

Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR
Íslenski boltinn






Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn

