Fyrirsæturnar mættu til leiks í morgun undir vökulum augum ljósmyndara enda hefur undirfatamerkinu tekist að láta sviðsljósið vera á þessum viðburði í kvöld.
Bella Hadid, forsíðufyrirsæta Glamour í september, gengur sína fyrstu tískusýningu fyrir undifatamerkið en systir hennar Gigi verður líka með. Einnig koma fram nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi í dag eins og Lady Gaga, Bruno Mars og The Weekend.
Talið er að það verði mikil öryggisgæsla í kringum viðburðinn í kvöld en þetta verður spennando að fylgjast með!






