Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 17:09 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45
Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00
VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06