Getur Tígurinn enn bitið frá sér? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2016 06:00 Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma og snýr nú aftur til keppni eftir langa fjarveru vegna bakmeiðsla. vísir/getty Í dag eru liðnir 467 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á þeim tíma hefur hann hrunið niður í 898. sæti á heimslistanum. Þetta verður í fyrsta skipti sem heimsbyggðin mun fylgjast grannt með kylfingi sem er nálægt þúsundasta sæti heimslistans. Mótið sem Tiger tekur þátt í heitir Hero World Challenge og það sem meira er þá er þetta mót á hans vegum. Í mótinu taka þátt 18 af bestu kylfingum heims í glæsilegu umhverfi á Bahamaeyjum. Á þessum langa tíma sem hann hefur haldið sig frá vellinum hefur Tiger gengist undir tvær bakaðgerðir og verið þjáður af verkjum. Hann átti erfitt með gang um tíma og í rauninni var þá ekki útlit fyrir að hann ætti afturkvæmt á golfvöllinn. Tiger var algjör yfirburðakylfingur er hann kom fram á sjónarsviðið. Um það bera vitni 79 sigrar í PGA-mótum og 14 risatitlar. Síðasti sigurinn í risamóti kom þó árið 2008. Síðasta mót sem hann vann var árið 2013. Nú er Tiger orðinn fertugur. Búinn að ganga í gegnum ýmislegt og hefur nú seinni hluta ferilsins. Nýtt upphaf eftir miklar raunir. En er eitthvert bit í honum enn? Hans allra hörðustu aðdáendur hafa trú á því. Bíða eftir að það kvikni á ljósi og gamli góði Tiger komi aftur. Aðrir segja að þetta sé einfaldlega búið spil. Hann muni aldrei ná álíka styrk eftir allt sem á undan er gengið. „Ég vil spila golf allt mitt líf en ég get ekki keppt að eilífu. Ég kalla þetta seinni hlutann á ferli mínum. Ég myndi glaður vilja geta keppt við þá bestu allt mitt líf en það er víst ekki raunhæft,“ sagði Tiger. Þó að hann sé ekki lengur sami kylfingurinn og hann var, er metnaðurinn alltaf sá sami. Hann ætlar að sigra í öllum mótum sem hann tekur þátt í. „Þeir munu gera sitt besta til þess að vinna mig og ég ætla mér að vinna þá. Í hvert skipti sem ég fer í mót þá ætla ég að sigra. Ég veit að það er metnaðarfullt markmið en metnaðurinn og trúin er enn til staðar.“ Tiger segist hafa lagt mikið á sig til þess að geta komið til baka. „Þetta var áskorun sem hefur kostað blóð, svita og tár. Þetta hefur líka reynt á þolinmæðina sem hefur ekki alltaf verið mín sterkasta hlið. Þessi vinna hefur skilað mér hingað. Það er langt síðan ég hef fengið adrenalín í líkamann. Ég er tilbúinn,“ sagði Tiger ákveðinn en viðurkennir að það sé spenna í honum. „Ég er stressaður. Ég er stressaður fyrir öll mót sem ég tek þátt í. Ef mér stendur ekki á sama þá verð ég stressaður. Það er gott að hafa það þannig. Að nýta spennuna í grimmd og einbeitingu. Það er mjög gott. Ef ég væri ekki stressaður þá væri mér alveg sama. Þá vil ég ekki vera lengur á vellinum. Ég get fullvissað alla um að ég get ekki beðið eftir því að komast aftur út á völlinn.“ Tiger þurfti líka að venjast því á nýjan leik að ganga heilan golfvöll. Þegar hann var að byrja að spila golfið aftur notaði hann alltaf golfbíl. Kylfusveinninn hans var fljótur að henda honum inn í bílskúr. „Það er skrítið að segja það en ég þurfti að venjast göngunni aftur. Maður gleymir muninum á því að vera í golfskóm og íþróttaskóm. Ég get gengið á hlaupabretti í tvo til þrjá tíma en það er ekki það sama og að ganga á golfvelli,“ sagði Tiger. „Það er mikill munur á því. Líka bara að standa mikið. Það er mikill munur á því að spila golf og ganga eða keyra. Ég þurfti að koma mér í takt í að ganga á vellinum og byrja að tala eins og ég geri þar.“Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. grafík/fréttablaðið Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Í dag eru liðnir 467 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á þeim tíma hefur hann hrunið niður í 898. sæti á heimslistanum. Þetta verður í fyrsta skipti sem heimsbyggðin mun fylgjast grannt með kylfingi sem er nálægt þúsundasta sæti heimslistans. Mótið sem Tiger tekur þátt í heitir Hero World Challenge og það sem meira er þá er þetta mót á hans vegum. Í mótinu taka þátt 18 af bestu kylfingum heims í glæsilegu umhverfi á Bahamaeyjum. Á þessum langa tíma sem hann hefur haldið sig frá vellinum hefur Tiger gengist undir tvær bakaðgerðir og verið þjáður af verkjum. Hann átti erfitt með gang um tíma og í rauninni var þá ekki útlit fyrir að hann ætti afturkvæmt á golfvöllinn. Tiger var algjör yfirburðakylfingur er hann kom fram á sjónarsviðið. Um það bera vitni 79 sigrar í PGA-mótum og 14 risatitlar. Síðasti sigurinn í risamóti kom þó árið 2008. Síðasta mót sem hann vann var árið 2013. Nú er Tiger orðinn fertugur. Búinn að ganga í gegnum ýmislegt og hefur nú seinni hluta ferilsins. Nýtt upphaf eftir miklar raunir. En er eitthvert bit í honum enn? Hans allra hörðustu aðdáendur hafa trú á því. Bíða eftir að það kvikni á ljósi og gamli góði Tiger komi aftur. Aðrir segja að þetta sé einfaldlega búið spil. Hann muni aldrei ná álíka styrk eftir allt sem á undan er gengið. „Ég vil spila golf allt mitt líf en ég get ekki keppt að eilífu. Ég kalla þetta seinni hlutann á ferli mínum. Ég myndi glaður vilja geta keppt við þá bestu allt mitt líf en það er víst ekki raunhæft,“ sagði Tiger. Þó að hann sé ekki lengur sami kylfingurinn og hann var, er metnaðurinn alltaf sá sami. Hann ætlar að sigra í öllum mótum sem hann tekur þátt í. „Þeir munu gera sitt besta til þess að vinna mig og ég ætla mér að vinna þá. Í hvert skipti sem ég fer í mót þá ætla ég að sigra. Ég veit að það er metnaðarfullt markmið en metnaðurinn og trúin er enn til staðar.“ Tiger segist hafa lagt mikið á sig til þess að geta komið til baka. „Þetta var áskorun sem hefur kostað blóð, svita og tár. Þetta hefur líka reynt á þolinmæðina sem hefur ekki alltaf verið mín sterkasta hlið. Þessi vinna hefur skilað mér hingað. Það er langt síðan ég hef fengið adrenalín í líkamann. Ég er tilbúinn,“ sagði Tiger ákveðinn en viðurkennir að það sé spenna í honum. „Ég er stressaður. Ég er stressaður fyrir öll mót sem ég tek þátt í. Ef mér stendur ekki á sama þá verð ég stressaður. Það er gott að hafa það þannig. Að nýta spennuna í grimmd og einbeitingu. Það er mjög gott. Ef ég væri ekki stressaður þá væri mér alveg sama. Þá vil ég ekki vera lengur á vellinum. Ég get fullvissað alla um að ég get ekki beðið eftir því að komast aftur út á völlinn.“ Tiger þurfti líka að venjast því á nýjan leik að ganga heilan golfvöll. Þegar hann var að byrja að spila golfið aftur notaði hann alltaf golfbíl. Kylfusveinninn hans var fljótur að henda honum inn í bílskúr. „Það er skrítið að segja það en ég þurfti að venjast göngunni aftur. Maður gleymir muninum á því að vera í golfskóm og íþróttaskóm. Ég get gengið á hlaupabretti í tvo til þrjá tíma en það er ekki það sama og að ganga á golfvelli,“ sagði Tiger. „Það er mikill munur á því. Líka bara að standa mikið. Það er mikill munur á því að spila golf og ganga eða keyra. Ég þurfti að koma mér í takt í að ganga á vellinum og byrja að tala eins og ég geri þar.“Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. grafík/fréttablaðið
Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira