Án drauma Magnús Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Dáið er allt án drauma / og dapur heimurinn“, segir í Barni náttúrunnar eftir Halldór Laxness. Það er bók uppfull af sannindum og speki eins og títt er með góðar bækur sem bera með sér aflið til þess að gera okkur að betri manneskjum. Vonandi vilja allir verða betri manneskjur. Það er gott og göfugt markmið í lífinu. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal, eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur blaðakonu, við konu sem er án efa góð manneskja. Hún heitir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, starfar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en er af mörgum kölluð „naglinn“ vegna þess að hún er stöðugt að brjóta sér nýjar leiðir til þess að aðstoða fólk við að losa sig úr fátæktargildrunni. Í kjallara við Grensásveginn tekur hún á móti fólki sem er við það að missa vonina um betra líf og byggir það upp til að sigrast á erfiðleikum sínum og rjúfa vítahring fátæktargildrunnar. „Dáið er allt án drauma / og dapur heimurinn.“ Þessi orð komu upp í hugann við það að lesa um nálgun Vilborgar fyrir skjólstæðinga sína. Hennar nálgun gengur nefnilega út á að vera með einstaklingsmiðaða þjónustu og hlusta eftir draumum þeirra sem leita til samtakanna eftir aðstoð. Blása lífi í drauma fólks og vonir, byggja það upp til þess að gera því kleift að skapa sér betra líf og rjúfa vítahring fátæktarinnar. Þegar vel tekst til er ávinningurinn gríðarlegur og ekki einvörðungu bundinn af þeirri manneskju sem eignast betra líf, þó slíkt sé auðvitað markmiðið, og fullnægjandi áfangi í sjálfu sér. Árangurinn skilar sér líka til samfélagsins í formi skattgreiðslna og að viðkomandi einstaklingur og mögulega fjölskyldur þeirra eru ekki lengur háð hinu opinbera um framfærslu og skammtímalausnir með umtalsverðum kostnaði. „Hér er ég ekki bundin af kerfinu,“ segir Vilborg um það að starfa fremur innan Hjálparstofnunar kirkjunnar en á vegum hins opinbera eða borgarinnar og hún bætir við: „Ég get hjálpað fólki með víðtækari úrræðum. Ég get gert meira.“ Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur öll því þetta felur það í sér að innan kerfisins getur hún ekki gert nóg. Það segir okkur að við sem stöndum að baki því kerfi sem er svo stjórnað af stjórnmála- og embættismönnum þurfum að gera betur. Það þarf að leita leiða til þess að vinna með einstaklinga fremur en vandamál og byggja fólk upp til lengri tíma fremur en að fleyta því yfir versta hjallann hverju sinni. Innan kerfisins starfar fjöldinn allur af góðum manneskjum en því miður virðist staðan vera þannig að þetta góða fólk er bundið af takmörkunum kerfisins. Takmörkuðu fjármagni, takmörkuðum tíma og takmörkunum reglugerða og skammtímahugsunar. Því væri óskandi að samfélagið og stjórnmálin legðu hlustir við því sem Vilborg hefur að segja, því það er mikilvægt. Því þeim mun fleiri einstaklinga sem við byggjum upp til betra lífs fyrir tilstilli drauma þeirra, þeim mun betra samfélag munum við öll eiga og þá verður vonandi ekki dapur heimurinn hjá nokkurri manneskju í litlu en efnuðu landi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Dáið er allt án drauma / og dapur heimurinn“, segir í Barni náttúrunnar eftir Halldór Laxness. Það er bók uppfull af sannindum og speki eins og títt er með góðar bækur sem bera með sér aflið til þess að gera okkur að betri manneskjum. Vonandi vilja allir verða betri manneskjur. Það er gott og göfugt markmið í lífinu. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal, eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur blaðakonu, við konu sem er án efa góð manneskja. Hún heitir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, starfar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en er af mörgum kölluð „naglinn“ vegna þess að hún er stöðugt að brjóta sér nýjar leiðir til þess að aðstoða fólk við að losa sig úr fátæktargildrunni. Í kjallara við Grensásveginn tekur hún á móti fólki sem er við það að missa vonina um betra líf og byggir það upp til að sigrast á erfiðleikum sínum og rjúfa vítahring fátæktargildrunnar. „Dáið er allt án drauma / og dapur heimurinn.“ Þessi orð komu upp í hugann við það að lesa um nálgun Vilborgar fyrir skjólstæðinga sína. Hennar nálgun gengur nefnilega út á að vera með einstaklingsmiðaða þjónustu og hlusta eftir draumum þeirra sem leita til samtakanna eftir aðstoð. Blása lífi í drauma fólks og vonir, byggja það upp til þess að gera því kleift að skapa sér betra líf og rjúfa vítahring fátæktarinnar. Þegar vel tekst til er ávinningurinn gríðarlegur og ekki einvörðungu bundinn af þeirri manneskju sem eignast betra líf, þó slíkt sé auðvitað markmiðið, og fullnægjandi áfangi í sjálfu sér. Árangurinn skilar sér líka til samfélagsins í formi skattgreiðslna og að viðkomandi einstaklingur og mögulega fjölskyldur þeirra eru ekki lengur háð hinu opinbera um framfærslu og skammtímalausnir með umtalsverðum kostnaði. „Hér er ég ekki bundin af kerfinu,“ segir Vilborg um það að starfa fremur innan Hjálparstofnunar kirkjunnar en á vegum hins opinbera eða borgarinnar og hún bætir við: „Ég get hjálpað fólki með víðtækari úrræðum. Ég get gert meira.“ Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur öll því þetta felur það í sér að innan kerfisins getur hún ekki gert nóg. Það segir okkur að við sem stöndum að baki því kerfi sem er svo stjórnað af stjórnmála- og embættismönnum þurfum að gera betur. Það þarf að leita leiða til þess að vinna með einstaklinga fremur en vandamál og byggja fólk upp til lengri tíma fremur en að fleyta því yfir versta hjallann hverju sinni. Innan kerfisins starfar fjöldinn allur af góðum manneskjum en því miður virðist staðan vera þannig að þetta góða fólk er bundið af takmörkunum kerfisins. Takmörkuðu fjármagni, takmörkuðum tíma og takmörkunum reglugerða og skammtímahugsunar. Því væri óskandi að samfélagið og stjórnmálin legðu hlustir við því sem Vilborg hefur að segja, því það er mikilvægt. Því þeim mun fleiri einstaklinga sem við byggjum upp til betra lífs fyrir tilstilli drauma þeirra, þeim mun betra samfélag munum við öll eiga og þá verður vonandi ekki dapur heimurinn hjá nokkurri manneskju í litlu en efnuðu landi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. nóvember.