Játa þátt kaþólsku kirkjunnar í þjóðarmorðunum 1994 í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 00:03 Höfuðkúpur margra sem slátrað var árið 1994 eru nú geymdar á safni í Kigali, höfuðborg Rúanda, sem geymir ýmsa muni tengda þjóðarmorðunum. vísir/getty Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni. Rúanda Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni.
Rúanda Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira