Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 13:47 Katrín Jakobsdóttir vísar öllum ásökunum um hótanir á bug. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47