Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:46 Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Vinstri græn vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur. Myndvinnsla/Garðar Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00
Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07