Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2016 19:30 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34
Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40