Össur spyr hvort að ríkisstjórnir séu ofmetnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 20:22 Össur þekkir vel til mála á Alþingi enda alþingismaður og ráðherra um árabil. Vísir/Vilhelm „Getur verið að ríkisstjórnir séu ofmetnar?“ spyr Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vill sjá Alþingi spreyta sig á stjórn landsins næstu mánuðina. „Það væri alla vegar forvitnileg tilraun að sjá Alþingi stjórna landinu um nokkurra mánaða skeið,“ segir Össur og bendir að á Spáni sé stjórnarkreppar þar sem erfiðlega hafi gengið að mynda ríkisstjórn eftir tvær kosningar þar í landi. Þar fari þó hagvöxtur vaxandi í fyrsta sinn um árabil. „Vitaskuld eiga menn að drífa sig í að kalla saman þing, og leyfa því án afskipta áreitins framkvæmdavalds að spreyta sig á að leysa þau örfáu mál sem lausnar krefjast. Allir verða góðir við alla nema Brynjar og Birgitta bítast,“ segir Össur. Erfiðlega hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir tvær atrennur til þess. Óvíst er hvað við tekur nú eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar. Telur Össur að þó að ekki takist að mynda ríkisstjórn þurfi það ekki endilega að vera svo slæmt. Það gæti jafnvel orðið til þess að starhæfur meirihluti verði til í kjölfarið. „Það fer ekkert til fjandans á meðan. Út úr því slípa menn hornin, hafa tíma til að ræða meintan ágreining til þrautar - og líklegt að út úr því kæmi hin bærilegasta ríkisstjórn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. 24. nóvember 2016 19:01 Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun 24. nóvember 2016 19:30 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
„Getur verið að ríkisstjórnir séu ofmetnar?“ spyr Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vill sjá Alþingi spreyta sig á stjórn landsins næstu mánuðina. „Það væri alla vegar forvitnileg tilraun að sjá Alþingi stjórna landinu um nokkurra mánaða skeið,“ segir Össur og bendir að á Spáni sé stjórnarkreppar þar sem erfiðlega hafi gengið að mynda ríkisstjórn eftir tvær kosningar þar í landi. Þar fari þó hagvöxtur vaxandi í fyrsta sinn um árabil. „Vitaskuld eiga menn að drífa sig í að kalla saman þing, og leyfa því án afskipta áreitins framkvæmdavalds að spreyta sig á að leysa þau örfáu mál sem lausnar krefjast. Allir verða góðir við alla nema Brynjar og Birgitta bítast,“ segir Össur. Erfiðlega hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir tvær atrennur til þess. Óvíst er hvað við tekur nú eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar. Telur Össur að þó að ekki takist að mynda ríkisstjórn þurfi það ekki endilega að vera svo slæmt. Það gæti jafnvel orðið til þess að starhæfur meirihluti verði til í kjölfarið. „Það fer ekkert til fjandans á meðan. Út úr því slípa menn hornin, hafa tíma til að ræða meintan ágreining til þrautar - og líklegt að út úr því kæmi hin bærilegasta ríkisstjórn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. 24. nóvember 2016 19:01 Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun 24. nóvember 2016 19:30 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Pendúllinn að sveiflast frá Katrínu yfir á miðjuna Miðjuflokkarnir eru komnir í lykilstöðu. 24. nóvember 2016 19:01
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40