Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Íslendingar með yfir 1.000 fylgjendur á Instagram geta fengið greitt fyrir að auglýsa vörur í gegnum Takumi. Mynd/Takumi „Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira