Tesla og SolarCity sjá heilli eyju fyrir rafmagni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Tæknijöfurinn Elon Musk sér heilli eyju fyrir rafmagni. Nordicphotos/AFP Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00