Carlsen vann loks sigur: „Aldrei séð hann svona feginn“ Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2016 08:52 Magnus Carlsen vann loks sigur. Vísir/AFP Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag. Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag.
Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29
Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55