Aðventustund í eldhúsinu Elín Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 12:00 Rut Helgadóttir helgar líf sitt mat og matargerð. Hún hefur gaman af því að finna upp á nýjum uppskriftum. Hún gefur lesendum uppskriftir að smáréttum sem henta vel um jól. MYND/ANTON BRINK Rut Helgadóttir rekur litla veitingasölu, Bitakot, við sundlaugina á Álftanesi. Hún segir að lífið snúist um mat og hún hafi mjög gaman af því að búa til uppskriftir. Á jólunum er þó haldið í hefðirnar. Rut gefur hér frábærar uppskriftir af smáréttum. Rut starfaði lengi sem ritstjóri Gestgjafans og síðan Húsfreyjunnar. Hún ritstýrði auk þess matreiðslubókaflokki hjá Eddu útgáfu. Hún hefur því lengi verið viðloðandi mat og matargerð. Hún gerði nokkrar mjög girnilegar uppskriftir fyrir jólablaðið, góðar hugmyndir fyrir aðventuboð eða á jólaborðið. „Asparsrétturinn er frábær forréttur eða nasl með drykk,“ segir Rut. „Möndlurnar eru einstaklega góðar með jólaglögginu, hægt að setja þær í skál með rúsínum,“ segir hún. Rut og eiginmaður hennar, Bragi Jónsson, hafa haldið jól í Kaliforníu, á Spáni, í Svíþjóð og Flórída. „Okkur finnst gaman að breyta til. Á næsta ári ætlar til dæmis öll fjölskyldan að halda jól á Flórída,“ segir Rut en hún hefur haft kalkún á jólaborðinu frá árinu 1973. „Við þurftum að kaupa hann smyglaðan af Vellinum því hann var ófáanlegur hér,“ segir hún og hlær. Þótt Rut sé snillingur í eldhúsinu er það Bragi sem eldar jólamatinn. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Allir koma saman á jóladag. Á aðventunni kalla þau alltaf saman vini í veislu. „Við erum búin að hittast á aðventunni í 18 ár og höfum alltaf það fyrirkomulag að hver kemur með einn rétt. Þannig verður þetta fjölbreytt hlaðborð,“ segir Rut. Ég bý alltaf til danska lifrarkæfu sem er borin fram heit með beikoni og sveppum.Crostini með brie og eplachutney.Hér koma smáréttirnir hennar Rutar sem upplagt er að prófa á aðventunni.Crostini með Brie og eplachutney Eplachutney 2-3 súrsæt epli 1dl saxaður rauðlaukur 2 dl rúsínur 3 msk. hvítvínsedik 4 msk. sykur 4 msk. púðursykur 1/2 tsk. kanill 1/4 tsk. kardimommur 1/4 tsk. salt 1/4 tsk. engifer (duft) múskat á hnífsoddi 300 g brie-ostur 1-2 snittubrauð timíangreinar til skrauts (má sleppa) Flysjið eplin, saxið í litla bita og setjið í pott ásamt rauðlauk, rúsínum, ediki, sykri, púðursykri og kryddi. Hitið að suðumarki og látið krauma við meðalhita í u.þ.b. 30 mínútur. Hrærið í pottinum á meðan allt blandast vel og eplamassinn þykknar. Takið af hitanum og geymið á meðan brauðið er útbúið. Skerið brauðið og ostinn í hæfilegar sneiðar. Setjið u.þ.b. 1?1/2 tsk. af eplachutneyinu á hverja brauðsneið og leggið ostsneið yfir. Raðið brauðinu á bökunarplötu. Hitið ofninn í 200 gráður og bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Leggið tímíangreinar yfir og berið fram heitt eða volgt.Aspars með parmaskinku og fílódeigi.Aspars með parmaskinku og fílódeigi Þessi réttur er tilvalinn sem smáréttur með fordrykk. 1 búnt grænn aspars 2 pk góð Parmaskinka eða Bresaola 1 pk frosið fílódeig grófrifinn Parmigiano ostur (má sleppa) Flysjið neðsta hlutann á asparsinum og brjótið eða skerið u.þ.b. 2 cm af honum. Vefjið skinku utan um hvern asparsstilk. Losið fílódeigið varlega sundur og skerið í hæfilega bita til að vefja utan um asparsinn, notið tvöfalt fílóblað fyrir hvern aspars. Leggið asparsinn á bökunarpappír, penslið með olíu eða bræddu smjöri og bakið við 200 gráður í 5-7 mínútur eða þar til yfirborð deigsins hefur brúnast örlítið.Súkkulaðimöndlur með sjávarsalti og pálmasykri. MYNDir/ANTON BRINKSúkkulaðimöndlur með sjávarsalti og pálmasykri 200 g dökkt súkkulaði (50-70%) 3 dl möndlur með hýði 30 g pálmasykur (eða hrásykur) 20 g sjávarsalt flögur Brytjið súkkulaðið í glerskál og bræðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni við vægan hita, hrærið varlega í súkkulaðinu á meðan það bráðnar. Setjið möndlurnar heilar út í súkkulaðið og takið eina og eina upp úr og setjið á bökunarpappír. Stráið pálmasykri og sjávarsalti yfir áður en súkkulaðið storknar. Geymið í kæli og setjið síðan í lokað ílát.Jóla-hólar Rutar.Jóla-hólar 400 Mars-súkkukaði 70 g dökkt súkkulaði 75 g kókosolía 75 g Rice Crispies 50 g saxaðar möndlur 2 tsk. lakkrísduft (fæst m.a. í Epal) Brytjið allt súkkulaðið í skál eða pott og bræðið við vægan hita. Hrærið varlega í súkkulaðiblöndunni og bætið kókosolíunni út í. Hrærið vel á meðan allt bráðnar saman. Setjið Rice Crispies í skál ásamt möndlunum og hellið súkkulaðiblöndunni yfir. Hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel. Setjið blönduna í toppa með skeið á smjörpappír. Stráið lakkrísdufti yfir og látið toppana harðna í kæli fram að framreiðslu.Ris à l’amande ostakaka í glasi.Ris À l’amande ostakaka í glasi fyrir 6-8 200 g grautarhrísgrjón ¾-1 lítri mjólk örlítið salt Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vanillu og salti og sjóðið í mjólkinni eftir leiðbeiningum á pakka. Kælið grautinn. 6 stk. Lu-kanilkex 6 makkarónukökur 50 g brætt smjör 2 vanillustangir 6 msk. sykur 3 dl rjómi 200 g rjómaostur 3 matarlímsblöð Myljið kexið og makkarónukökurnar í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hrærið saman við kexmylsnuna. Takið til 6-8 glös (má líka að sjálfsögðu setja í form) dreifið mylsnunni á botninn á hverju glasi og kælið. Kljúfið vanillustangirnar í tvennt, skrapið kjarnann innan úr með hníf og hrærið saman við grjónagrautinn ásamt sykrinum. Þeytið rjómann , hrærið rjómaostinn út í grautinn. Leggið matarlímið í kalt vatn og kreistið vatnið úr þegar það orðið mjúkt. Bræðið matarlímið í örlitlum rjóma eða mjólk og hrærið meðan það leysist upp. Blandið matarlíminu út í þeytta rjómann og síðan öllu saman við hrísgrjónablönduna. Skiptið blöndunni á milli skálanna og geymið í kæli. Setjið kirsuberjasósu eða aðra berjasósu yfir rétt fyrir framreiðslu. Jól Jólamatur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Lystaukandi forréttir Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól
Rut Helgadóttir rekur litla veitingasölu, Bitakot, við sundlaugina á Álftanesi. Hún segir að lífið snúist um mat og hún hafi mjög gaman af því að búa til uppskriftir. Á jólunum er þó haldið í hefðirnar. Rut gefur hér frábærar uppskriftir af smáréttum. Rut starfaði lengi sem ritstjóri Gestgjafans og síðan Húsfreyjunnar. Hún ritstýrði auk þess matreiðslubókaflokki hjá Eddu útgáfu. Hún hefur því lengi verið viðloðandi mat og matargerð. Hún gerði nokkrar mjög girnilegar uppskriftir fyrir jólablaðið, góðar hugmyndir fyrir aðventuboð eða á jólaborðið. „Asparsrétturinn er frábær forréttur eða nasl með drykk,“ segir Rut. „Möndlurnar eru einstaklega góðar með jólaglögginu, hægt að setja þær í skál með rúsínum,“ segir hún. Rut og eiginmaður hennar, Bragi Jónsson, hafa haldið jól í Kaliforníu, á Spáni, í Svíþjóð og Flórída. „Okkur finnst gaman að breyta til. Á næsta ári ætlar til dæmis öll fjölskyldan að halda jól á Flórída,“ segir Rut en hún hefur haft kalkún á jólaborðinu frá árinu 1973. „Við þurftum að kaupa hann smyglaðan af Vellinum því hann var ófáanlegur hér,“ segir hún og hlær. Þótt Rut sé snillingur í eldhúsinu er það Bragi sem eldar jólamatinn. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Allir koma saman á jóladag. Á aðventunni kalla þau alltaf saman vini í veislu. „Við erum búin að hittast á aðventunni í 18 ár og höfum alltaf það fyrirkomulag að hver kemur með einn rétt. Þannig verður þetta fjölbreytt hlaðborð,“ segir Rut. Ég bý alltaf til danska lifrarkæfu sem er borin fram heit með beikoni og sveppum.Crostini með brie og eplachutney.Hér koma smáréttirnir hennar Rutar sem upplagt er að prófa á aðventunni.Crostini með Brie og eplachutney Eplachutney 2-3 súrsæt epli 1dl saxaður rauðlaukur 2 dl rúsínur 3 msk. hvítvínsedik 4 msk. sykur 4 msk. púðursykur 1/2 tsk. kanill 1/4 tsk. kardimommur 1/4 tsk. salt 1/4 tsk. engifer (duft) múskat á hnífsoddi 300 g brie-ostur 1-2 snittubrauð timíangreinar til skrauts (má sleppa) Flysjið eplin, saxið í litla bita og setjið í pott ásamt rauðlauk, rúsínum, ediki, sykri, púðursykri og kryddi. Hitið að suðumarki og látið krauma við meðalhita í u.þ.b. 30 mínútur. Hrærið í pottinum á meðan allt blandast vel og eplamassinn þykknar. Takið af hitanum og geymið á meðan brauðið er útbúið. Skerið brauðið og ostinn í hæfilegar sneiðar. Setjið u.þ.b. 1?1/2 tsk. af eplachutneyinu á hverja brauðsneið og leggið ostsneið yfir. Raðið brauðinu á bökunarplötu. Hitið ofninn í 200 gráður og bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Leggið tímíangreinar yfir og berið fram heitt eða volgt.Aspars með parmaskinku og fílódeigi.Aspars með parmaskinku og fílódeigi Þessi réttur er tilvalinn sem smáréttur með fordrykk. 1 búnt grænn aspars 2 pk góð Parmaskinka eða Bresaola 1 pk frosið fílódeig grófrifinn Parmigiano ostur (má sleppa) Flysjið neðsta hlutann á asparsinum og brjótið eða skerið u.þ.b. 2 cm af honum. Vefjið skinku utan um hvern asparsstilk. Losið fílódeigið varlega sundur og skerið í hæfilega bita til að vefja utan um asparsinn, notið tvöfalt fílóblað fyrir hvern aspars. Leggið asparsinn á bökunarpappír, penslið með olíu eða bræddu smjöri og bakið við 200 gráður í 5-7 mínútur eða þar til yfirborð deigsins hefur brúnast örlítið.Súkkulaðimöndlur með sjávarsalti og pálmasykri. MYNDir/ANTON BRINKSúkkulaðimöndlur með sjávarsalti og pálmasykri 200 g dökkt súkkulaði (50-70%) 3 dl möndlur með hýði 30 g pálmasykur (eða hrásykur) 20 g sjávarsalt flögur Brytjið súkkulaðið í glerskál og bræðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni við vægan hita, hrærið varlega í súkkulaðinu á meðan það bráðnar. Setjið möndlurnar heilar út í súkkulaðið og takið eina og eina upp úr og setjið á bökunarpappír. Stráið pálmasykri og sjávarsalti yfir áður en súkkulaðið storknar. Geymið í kæli og setjið síðan í lokað ílát.Jóla-hólar Rutar.Jóla-hólar 400 Mars-súkkukaði 70 g dökkt súkkulaði 75 g kókosolía 75 g Rice Crispies 50 g saxaðar möndlur 2 tsk. lakkrísduft (fæst m.a. í Epal) Brytjið allt súkkulaðið í skál eða pott og bræðið við vægan hita. Hrærið varlega í súkkulaðiblöndunni og bætið kókosolíunni út í. Hrærið vel á meðan allt bráðnar saman. Setjið Rice Crispies í skál ásamt möndlunum og hellið súkkulaðiblöndunni yfir. Hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel. Setjið blönduna í toppa með skeið á smjörpappír. Stráið lakkrísdufti yfir og látið toppana harðna í kæli fram að framreiðslu.Ris à l’amande ostakaka í glasi.Ris À l’amande ostakaka í glasi fyrir 6-8 200 g grautarhrísgrjón ¾-1 lítri mjólk örlítið salt Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vanillu og salti og sjóðið í mjólkinni eftir leiðbeiningum á pakka. Kælið grautinn. 6 stk. Lu-kanilkex 6 makkarónukökur 50 g brætt smjör 2 vanillustangir 6 msk. sykur 3 dl rjómi 200 g rjómaostur 3 matarlímsblöð Myljið kexið og makkarónukökurnar í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hrærið saman við kexmylsnuna. Takið til 6-8 glös (má líka að sjálfsögðu setja í form) dreifið mylsnunni á botninn á hverju glasi og kælið. Kljúfið vanillustangirnar í tvennt, skrapið kjarnann innan úr með hníf og hrærið saman við grjónagrautinn ásamt sykrinum. Þeytið rjómann , hrærið rjómaostinn út í grautinn. Leggið matarlímið í kalt vatn og kreistið vatnið úr þegar það orðið mjúkt. Bræðið matarlímið í örlitlum rjóma eða mjólk og hrærið meðan það leysist upp. Blandið matarlíminu út í þeytta rjómann og síðan öllu saman við hrísgrjónablönduna. Skiptið blöndunni á milli skálanna og geymið í kæli. Setjið kirsuberjasósu eða aðra berjasósu yfir rétt fyrir framreiðslu.
Jól Jólamatur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Lystaukandi forréttir Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól