Katrín segir flokkana þurfa að hugsa út fyrir kassann og útilokar ekki minnihlutastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 00:00 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11
„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22
Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41