Of mikið í gangi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 14:15 Bækur Einfari Hildur Sif Thorarensen Útgefandi Óðinsauga Prentun: Í Þýskalandi Fjöldi síðna: 220 Þeir sem reynt hafa vita hvað það er gríðarlega mikið verk að skrifa bók. Sjálf dáist ég að þeim sem skrifa sínar fyrstu bækur af einskærum áhuga, án þess að hafa hugmynd um hvort þessi mikla vinna muni skila sér í launum öðrum en ánægjunni eða hvernig bókinni verður tekið. Hugmyndavinnan er kannski það minnsta, handverkið, tíminn og ástríðan er það sem skiptir máli við að koma hugmynd á blað og gera hana að heilli skáldsögu. Oft eru höfundar fyrstu bóka í fullri vinnu meðfram skrifunum og þurfa væntanlega að færa heilmiklar fórnir til að geta sinnt þeim. Hildur Sif Thorarensen er verkfræðingur sem stundar nám í læknisfræði við Háskólann í Ósló. Hún hefur að auki búið víða um heim og sjálfsagt lesið aragrúa reyfara á ferðum sínum milli heimshluta og -álfa. Fyrsta bók hennar, Einfari, ber þess nokkur merki. Þetta er glæpasaga sem gerist í Ósló og vitnar óspart í ýmsa þekkta sjónvarpsþætti og persónur. Þannig minnir geðlæknirinn Alexander bæði á Castle úr samnefndum sjónvarpsþáttum og Sebastian Bergman úr sögum Hjort og Rosenfeld, léttkrúttlega en bráðskarpa tæknistelpan hjá löggunni er alveg eins og Penelope Garcia úr Criminal Minds nema hvað hún á ívið fleiri einhyrningabangsa og plastrisaeðlur ofan í skúffu. Aukalöggurnar eru skrautlegir karakterar, annar er vaxtarræktartröll og hinn hommi og samskipti þeirra verða oft spaugileg en koma sögunni ekkert við. Talandi um sögu þá eru þrjár sögur í gangi í einu sem tengjast ekki innbyrðis, einfalt morðmál þar sem íslenskur karlmaður finnst látinn, en sá hefur farið víða á Tinder, og svo annað flóknara og ógeðfelldara. Enn eitt málið tengist vinkonu móður Alexanders en svo fer móðir hans á óvænt stefnumót á meðan Júlía, hin hranalega yfirlögga með gullhjartað, á líka sína sögu sem við fáum nasasjón af en ekkert meir. Að auki koma við sögu tveir ólíkir söfnuðir, Vottar Jehóva sem ganga milli húsa með bæklinga og nornasöfnuður þar sem krakkar fikta við svartagaldur. Sem sagt fullt að gerast en ekki tekst nægilega vel að halda fókus þannig að lesandinn haldi þræði enda er hann löngu búiinn að gleyma hver heitir hvað þegar hoppað er svo hratt á milli rannsókna, einkalífs og annarra mála sem stundum koma rannsókninni við og stundum ekki. Allt þetta hefði sómt sér prýðilega í sjónvarpsþáttaröð en á 220 blaðsíðum í litlu broti er ekki rými til að gera neinu af því sem kynnt er til sögunnar skil á sannfærandi hátt. Aftan á bókarkápu er tilvitnun þar sem segir að vel borgi sig að fylgjast með skrifum Hildar Sifjar í framtíðinni. Ég er sammála því. Í bókinni er fullt af góðum hugmyndum og greinileg geta til að búa til plott og persónur. Það hefði hins vegar mátt vinna betur úr þessum hugmyndum, kafa dýpra og jafnvel dreifa þeim á fleiri bækur sem virðast í bókarlok vera væntanlegar. Stundum er minna meira og allt í lagi að gefa hugmyndum rými til að anda. Vonandi fær Hildur Sif tækifæri til þess í næstu bók.Niðurstaða: Margar ágætar hugmyndir sem hefði mátt vinna mun betur úr. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Bókmenntir Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Einfari Hildur Sif Thorarensen Útgefandi Óðinsauga Prentun: Í Þýskalandi Fjöldi síðna: 220 Þeir sem reynt hafa vita hvað það er gríðarlega mikið verk að skrifa bók. Sjálf dáist ég að þeim sem skrifa sínar fyrstu bækur af einskærum áhuga, án þess að hafa hugmynd um hvort þessi mikla vinna muni skila sér í launum öðrum en ánægjunni eða hvernig bókinni verður tekið. Hugmyndavinnan er kannski það minnsta, handverkið, tíminn og ástríðan er það sem skiptir máli við að koma hugmynd á blað og gera hana að heilli skáldsögu. Oft eru höfundar fyrstu bóka í fullri vinnu meðfram skrifunum og þurfa væntanlega að færa heilmiklar fórnir til að geta sinnt þeim. Hildur Sif Thorarensen er verkfræðingur sem stundar nám í læknisfræði við Háskólann í Ósló. Hún hefur að auki búið víða um heim og sjálfsagt lesið aragrúa reyfara á ferðum sínum milli heimshluta og -álfa. Fyrsta bók hennar, Einfari, ber þess nokkur merki. Þetta er glæpasaga sem gerist í Ósló og vitnar óspart í ýmsa þekkta sjónvarpsþætti og persónur. Þannig minnir geðlæknirinn Alexander bæði á Castle úr samnefndum sjónvarpsþáttum og Sebastian Bergman úr sögum Hjort og Rosenfeld, léttkrúttlega en bráðskarpa tæknistelpan hjá löggunni er alveg eins og Penelope Garcia úr Criminal Minds nema hvað hún á ívið fleiri einhyrningabangsa og plastrisaeðlur ofan í skúffu. Aukalöggurnar eru skrautlegir karakterar, annar er vaxtarræktartröll og hinn hommi og samskipti þeirra verða oft spaugileg en koma sögunni ekkert við. Talandi um sögu þá eru þrjár sögur í gangi í einu sem tengjast ekki innbyrðis, einfalt morðmál þar sem íslenskur karlmaður finnst látinn, en sá hefur farið víða á Tinder, og svo annað flóknara og ógeðfelldara. Enn eitt málið tengist vinkonu móður Alexanders en svo fer móðir hans á óvænt stefnumót á meðan Júlía, hin hranalega yfirlögga með gullhjartað, á líka sína sögu sem við fáum nasasjón af en ekkert meir. Að auki koma við sögu tveir ólíkir söfnuðir, Vottar Jehóva sem ganga milli húsa með bæklinga og nornasöfnuður þar sem krakkar fikta við svartagaldur. Sem sagt fullt að gerast en ekki tekst nægilega vel að halda fókus þannig að lesandinn haldi þræði enda er hann löngu búiinn að gleyma hver heitir hvað þegar hoppað er svo hratt á milli rannsókna, einkalífs og annarra mála sem stundum koma rannsókninni við og stundum ekki. Allt þetta hefði sómt sér prýðilega í sjónvarpsþáttaröð en á 220 blaðsíðum í litlu broti er ekki rými til að gera neinu af því sem kynnt er til sögunnar skil á sannfærandi hátt. Aftan á bókarkápu er tilvitnun þar sem segir að vel borgi sig að fylgjast með skrifum Hildar Sifjar í framtíðinni. Ég er sammála því. Í bókinni er fullt af góðum hugmyndum og greinileg geta til að búa til plott og persónur. Það hefði hins vegar mátt vinna betur úr þessum hugmyndum, kafa dýpra og jafnvel dreifa þeim á fleiri bækur sem virðast í bókarlok vera væntanlegar. Stundum er minna meira og allt í lagi að gefa hugmyndum rými til að anda. Vonandi fær Hildur Sif tækifæri til þess í næstu bók.Niðurstaða: Margar ágætar hugmyndir sem hefði mátt vinna mun betur úr. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Bókmenntir Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira