Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Snærós Sindradóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira