Ræða hvort Bretar geti greitt árgjald til að viðhalda ESB-réttindum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 15:15 Guy Verhofstadt leiðir Brexit-viðræður fyrir hönd Evrópuþingsins. Vísir/Getty Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt segist styðja við hugmyndir þess eftir að breskir ríkisborgarar geti greitt árgjald og þannig viðhaldið þeim einstaklingsréttingum sem fylgja aðild ríkis að ESB. Sky greinir frrá þessu en Verhofstadt leiðir Brexit-viðræðurnar fyrir hönd Evrópuþingsins. Með greiðslu slíks árgjalds gætu Bretar fengið réttindi til að dvelja innan Evrópu ásamt því að kjósa í kosningum á vegum sambandsins.Tvískipt þjóð„Margir segjast ekki vilja klippa á tengslin“, segir Verhofstadt og nefnir að honum líki sú hugmynd að fólk sem telji sig vera Evrópubúa hafi réttinn til að velja hvort þeir sem einstaklingar eigi aðild að Evrópusambandinu. Charles Goerens, þingmaður Evrópuþingsins, kom fram með tillöguna og taldi að Bretar gætu jafnvel haft möguleikann á að gerast einstaklingsmeðlimir að sambandinu án þess að greiða fé fyrir, en ekki hefur náðst samþykki um þann þátt tillögunnar. Goerens nefnir að um 15 til 30 milljónir Breta sjái eftir niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Þess vegna hafi hann lagt þessa tillögu fram til að þeir Bretar sem áhuga hafi, geti enn haldið réttindum sínum innan Evrópusambandsins.Áhugasamir haldi réttindum sínumÞingmenn Evrópuþingsins munu kjósa um tillöguna undir lok ársins en til þess að tillagan verði samþykkt þurfa leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna ásamt Evrópuþinginu að styðja hana. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem studdi útgöngu Breta, telur þetta vera eina leið til að skapa klofning í bresku samfélagi og búa til tvær stríðandi fylkingar. Nefnir hann að Brussel muni nú reyna allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB. Brexit Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt segist styðja við hugmyndir þess eftir að breskir ríkisborgarar geti greitt árgjald og þannig viðhaldið þeim einstaklingsréttingum sem fylgja aðild ríkis að ESB. Sky greinir frrá þessu en Verhofstadt leiðir Brexit-viðræðurnar fyrir hönd Evrópuþingsins. Með greiðslu slíks árgjalds gætu Bretar fengið réttindi til að dvelja innan Evrópu ásamt því að kjósa í kosningum á vegum sambandsins.Tvískipt þjóð„Margir segjast ekki vilja klippa á tengslin“, segir Verhofstadt og nefnir að honum líki sú hugmynd að fólk sem telji sig vera Evrópubúa hafi réttinn til að velja hvort þeir sem einstaklingar eigi aðild að Evrópusambandinu. Charles Goerens, þingmaður Evrópuþingsins, kom fram með tillöguna og taldi að Bretar gætu jafnvel haft möguleikann á að gerast einstaklingsmeðlimir að sambandinu án þess að greiða fé fyrir, en ekki hefur náðst samþykki um þann þátt tillögunnar. Goerens nefnir að um 15 til 30 milljónir Breta sjái eftir niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. Þess vegna hafi hann lagt þessa tillögu fram til að þeir Bretar sem áhuga hafi, geti enn haldið réttindum sínum innan Evrópusambandsins.Áhugasamir haldi réttindum sínumÞingmenn Evrópuþingsins munu kjósa um tillöguna undir lok ársins en til þess að tillagan verði samþykkt þurfa leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna ásamt Evrópuþinginu að styðja hana. Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sem studdi útgöngu Breta, telur þetta vera eina leið til að skapa klofning í bresku samfélagi og búa til tvær stríðandi fylkingar. Nefnir hann að Brussel muni nú reyna allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr ESB.
Brexit Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira