Fidel og fólkið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Maður hlaut að hrífast af Fidel og hans knáu köppum sem höfðust við í fjöllunum. Þeir komu til byggða og ráku af höndum sér þann auma og dáðlausa lýð sem gengið hafði erinda bandarískra auðvaldsrisa og færðu völdin í hendur alþýðunni. Þeir efldu heilbrigðisþjónustu og læsi – svo að einsdæmi varð í fátæku landi í þriðja heiminum – upprættu vændi og annan ósóma sem dafnað hafði kringum Kanann. Fidel höttur og hans kátu kappar færðu okkur byltinguna með takti, gerðu hana glaðlega og glóandi. Byltingin varð sexí hjá þeim á Kúbu. Þetta var bylting með mjaðmasveiflum, takti og lit; músík og lífsgleði: eins ólík sem mest mátti vera grámyglukerfinu í Sovétríkjunum og fylgilöndum þeirra, þar sem gamlir karlar héldu tinandi kjúkum um valdatauma sem reyndust vera köngulóarvefir þegar betur var að gáð, og þurfti bara að blása aðeins á til að hyrfu.Táknmynd 20. aldarMaður hlaut að hrífast. Fidel Castro var ein af helstu táknmyndum 20. aldarinnar og með andláti hans finnur maður að sú öld er endanlega liðin og gagnslausar þær lausnir sem hún bauð upp á við aðsteðjandi vanda – hvort sem þær eru kenndar við óbeisluð markaðsöflin eða það stífa og alltumþrengjandi ríkisfyrirkomulag á öllum rekstri sem Fidel aðhylltist. Kommúnisminn brást – en það gerir kapítalismann í sjálfu sér ekkert gáfulegri. Við þurfum alveg nýjar lausnir, nýjan þankagang, nýtt skipulag: annars ferst mannkynið og eftirlætur jörðina kakkalökkunum. Fidel var stór og ungur, kraftmikill og baðaði út höndunum þegar hann talaði – hann leit út eins og blóðið rynni í æðum hans og hann væri mennskur maður en hefði ekki orðið til í möppu á skrifborði eins og skoðanabræður hans í austurvegi. Hann stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum, helsta herveldi heims sem fór með eldi gegn fátækum og kúguðum þjóðum víða um heim og höfðu stutt einræðisherra í álfunni um árabil; tíkarsynina sína. Og hafði herstöð hér á landi og virtist hafa öll ráð okkar í hendi sér. Ekki hans: Fidel lifði af innrásartilraun og endalaus tilræði, misspaugileg en öll jafn mislukkuð – eitt sinn voru uppi áform um að setja sprengiefni í vindlana hans sem myndu þá springa í andlitið á honum og hann verða svartur og sviðinn í framan, eins og í skrípó-mynd. Annað var eftir þessu. Hann slapp alltaf og fór bara og hélt ræðu sem stóð í fjóra klukkutíma – fimm, sex, átta. Í þessum ræðum útskýrði hann fyrir alþýðunni hvað það væri sem hún væri raunverulega að hugsa og hvað hún vildi í raun og veru. Marx-lenínistar líta gjarnan svo á að „alþýðan“ sé einhvers konar lífvera með eina sál fremur en sundurleitt safn ólíkra einstaklinga, og að þeir sjálfir – marx-lenínistarnir – hafi innsýn og skilning í þessa sál umfram aðra, í krafti vísindalegrar þekkingar sinnar á díalektískum drifkröftum sögunnar. Og sósíalistar um öll vesturlönd ímynduðu sér opinmynnta kúbanska alþýðu sem sperrti eyrun eftir hverju orði til að nema viskuna um sig og það hvernig best væri að haga öllum verkum, áður en fólkið þusti til starfa, einbeitt og starfsamt og kátt: nú væri það bara að vinna fyrir sig sjálft en ekki fyrir auðvaldið. Jean-Paul Sartre fór til Kúbu um miðjan sjöunda áratuginn og skrifaði að því búnu bók um að þar hefði hann fundið nýtt mannkyn – „hinn existensíalíska mann“, og loksins eygt einhverja vitglóru í mannlegri tilveru sem honum hafði fram að því virst mörkuð ógleði og angist. Magnús Kjartansson Þjóðviljaritstjóri fór héðan og skrifaði ámóta fagnaðarríkar lýsingar á sólskins-sósíalismanum; prógressífir húmanistar um allan heim mændu til Kúbu í leit að staðfestingu þess að sameignarfyrirkomulag með einsflokkskerfi og ríkisrekstri á öllum sviðum væri eina vitið.Hangandi saman á lyginniAndstæðingar þess fyrirkomulags lögðu líka allt kapp á að sýna fram á að slíkt fyrirkomulag virkaði ekki, aldrei – hvergi. Á Kúbu var sjálf baráttan um framtíðina háð en sjálfur var Fidel keikur og hélt ræðu milli þess sem hann stóð í stórfelldum útflutningi á byltingunni – studdi þjóðfrelsishreyfingar víða um lönd. Viðskiptabann Bandaríkjanna á landið lék efnahag þess svo sannarlega grátt, og brátt varð úrsérgenginn bílafloti landsmanna að táknmynd þess hversu úrræðagóð þjóðin væri og þrautseig að láta hlutina ganga. Þessir bílar héngu saman á lyginni. Og brátt fór að koma í ljós að hið sama mátti segja um ýmislegt fleira í þjóðskipulaginu. Skuggahliðar einræðisins fóru að koma í ljós, hvað sem leið góðu heilbrigðiskerfi og stórfelldu læsi: fangelsanir á þeim sem ekki aðhylltust hinn eina rétta þankagang „alþýðunnar“, skoðanakúgun, vöruskortur sem ekki varð aðeins skrifaður á kostnað viðskiptabannsins, uppdráttarsýki, tvöfalt hagkerfi með tilheyrandi tvískinnungi. Kapítalisminn er vissulega ómögulegur – en það gerir kommúnismann ekkert gáfulegri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Maður hlaut að hrífast af Fidel og hans knáu köppum sem höfðust við í fjöllunum. Þeir komu til byggða og ráku af höndum sér þann auma og dáðlausa lýð sem gengið hafði erinda bandarískra auðvaldsrisa og færðu völdin í hendur alþýðunni. Þeir efldu heilbrigðisþjónustu og læsi – svo að einsdæmi varð í fátæku landi í þriðja heiminum – upprættu vændi og annan ósóma sem dafnað hafði kringum Kanann. Fidel höttur og hans kátu kappar færðu okkur byltinguna með takti, gerðu hana glaðlega og glóandi. Byltingin varð sexí hjá þeim á Kúbu. Þetta var bylting með mjaðmasveiflum, takti og lit; músík og lífsgleði: eins ólík sem mest mátti vera grámyglukerfinu í Sovétríkjunum og fylgilöndum þeirra, þar sem gamlir karlar héldu tinandi kjúkum um valdatauma sem reyndust vera köngulóarvefir þegar betur var að gáð, og þurfti bara að blása aðeins á til að hyrfu.Táknmynd 20. aldarMaður hlaut að hrífast. Fidel Castro var ein af helstu táknmyndum 20. aldarinnar og með andláti hans finnur maður að sú öld er endanlega liðin og gagnslausar þær lausnir sem hún bauð upp á við aðsteðjandi vanda – hvort sem þær eru kenndar við óbeisluð markaðsöflin eða það stífa og alltumþrengjandi ríkisfyrirkomulag á öllum rekstri sem Fidel aðhylltist. Kommúnisminn brást – en það gerir kapítalismann í sjálfu sér ekkert gáfulegri. Við þurfum alveg nýjar lausnir, nýjan þankagang, nýtt skipulag: annars ferst mannkynið og eftirlætur jörðina kakkalökkunum. Fidel var stór og ungur, kraftmikill og baðaði út höndunum þegar hann talaði – hann leit út eins og blóðið rynni í æðum hans og hann væri mennskur maður en hefði ekki orðið til í möppu á skrifborði eins og skoðanabræður hans í austurvegi. Hann stóð uppi í hárinu á Bandaríkjunum, helsta herveldi heims sem fór með eldi gegn fátækum og kúguðum þjóðum víða um heim og höfðu stutt einræðisherra í álfunni um árabil; tíkarsynina sína. Og hafði herstöð hér á landi og virtist hafa öll ráð okkar í hendi sér. Ekki hans: Fidel lifði af innrásartilraun og endalaus tilræði, misspaugileg en öll jafn mislukkuð – eitt sinn voru uppi áform um að setja sprengiefni í vindlana hans sem myndu þá springa í andlitið á honum og hann verða svartur og sviðinn í framan, eins og í skrípó-mynd. Annað var eftir þessu. Hann slapp alltaf og fór bara og hélt ræðu sem stóð í fjóra klukkutíma – fimm, sex, átta. Í þessum ræðum útskýrði hann fyrir alþýðunni hvað það væri sem hún væri raunverulega að hugsa og hvað hún vildi í raun og veru. Marx-lenínistar líta gjarnan svo á að „alþýðan“ sé einhvers konar lífvera með eina sál fremur en sundurleitt safn ólíkra einstaklinga, og að þeir sjálfir – marx-lenínistarnir – hafi innsýn og skilning í þessa sál umfram aðra, í krafti vísindalegrar þekkingar sinnar á díalektískum drifkröftum sögunnar. Og sósíalistar um öll vesturlönd ímynduðu sér opinmynnta kúbanska alþýðu sem sperrti eyrun eftir hverju orði til að nema viskuna um sig og það hvernig best væri að haga öllum verkum, áður en fólkið þusti til starfa, einbeitt og starfsamt og kátt: nú væri það bara að vinna fyrir sig sjálft en ekki fyrir auðvaldið. Jean-Paul Sartre fór til Kúbu um miðjan sjöunda áratuginn og skrifaði að því búnu bók um að þar hefði hann fundið nýtt mannkyn – „hinn existensíalíska mann“, og loksins eygt einhverja vitglóru í mannlegri tilveru sem honum hafði fram að því virst mörkuð ógleði og angist. Magnús Kjartansson Þjóðviljaritstjóri fór héðan og skrifaði ámóta fagnaðarríkar lýsingar á sólskins-sósíalismanum; prógressífir húmanistar um allan heim mændu til Kúbu í leit að staðfestingu þess að sameignarfyrirkomulag með einsflokkskerfi og ríkisrekstri á öllum sviðum væri eina vitið.Hangandi saman á lyginniAndstæðingar þess fyrirkomulags lögðu líka allt kapp á að sýna fram á að slíkt fyrirkomulag virkaði ekki, aldrei – hvergi. Á Kúbu var sjálf baráttan um framtíðina háð en sjálfur var Fidel keikur og hélt ræðu milli þess sem hann stóð í stórfelldum útflutningi á byltingunni – studdi þjóðfrelsishreyfingar víða um lönd. Viðskiptabann Bandaríkjanna á landið lék efnahag þess svo sannarlega grátt, og brátt varð úrsérgenginn bílafloti landsmanna að táknmynd þess hversu úrræðagóð þjóðin væri og þrautseig að láta hlutina ganga. Þessir bílar héngu saman á lyginni. Og brátt fór að koma í ljós að hið sama mátti segja um ýmislegt fleira í þjóðskipulaginu. Skuggahliðar einræðisins fóru að koma í ljós, hvað sem leið góðu heilbrigðiskerfi og stórfelldu læsi: fangelsanir á þeim sem ekki aðhylltust hinn eina rétta þankagang „alþýðunnar“, skoðanakúgun, vöruskortur sem ekki varð aðeins skrifaður á kostnað viðskiptabannsins, uppdráttarsýki, tvöfalt hagkerfi með tilheyrandi tvískinnungi. Kapítalisminn er vissulega ómögulegur – en það gerir kommúnismann ekkert gáfulegri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu