Laxamús á jóladag Vera Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 10:00 Halldóra reynir alltaf að verða sér úti um villtan lax í músina. Vísir/Auðunn Níelsson Halldóra Steindórsdóttir er með fastmótaðar jólahefðir. Hún gerir listileg piparkökuhús með barnabörnunum, sker út laufabrauð með allri fjölskyldunni og bakar að minnsta kosti sex sortir. Uppskrift að laxamús hefur fylgt henni lengi. Halldóra býður fjölskyldunni í veislu á jóladag. Þá er yfirleitt mild laxamús með frísklegri sítrónusósu og ristuðu brauði í forrétt, sem bitist er um. „Ég tók uppskriftina úr einhverju blaði fyrir örugglega tuttugu árum og hef notað hana síðan.“Halldóra gerir músina á aðfangadagsmorgun og ber hana fram á jóladag.Vísir/AuðunnAðspurð segir Halldóra músina fara vel í unga sem aldna, enda laxinn mildur. „Ég reyni helst að verða mér úti um villtan lax. Ég bý svo vel að það eru veiðimenn í fjölskyldunni. Ég á því yfirleitt flök í frysti til að grafa og gera mús. Halldóra gerir músina yfirleitt á aðfangadagsmorgun og geymir hana í ísskáp. Sömuleiðis sósuna enda segir hún hana betri daginn eftir. „Það er svo voða gott að eiga þetta tilbúið á jóladag.“ Halldóra býr á Akureyri og fer yfirleitt ásamt eiginmanni sínum í jólagraut til annars sonar þeirra í hádeginu á aðfangadag og þar hittist öll fjölskyldan. Hún fer svo í rjúpur til hins um kvöldið. Ef dóttir þeirra og fjölskylda kemur að sunnan eru þau hjónin hins vegar heima. Aðventan er líka í föstum skorðum. „Ég bakaði alltaf nokkur piparkökuhús. Barnabörnin komu svo til að setja þau saman og skreyta. Þá hittumst við fjölskyldan undantekningarlaust til að skera út laufabrauð sem mér finnst alltaf jafn gaman.“ Halldóra er jafnframt vön að fylla alla smákökubauka og segist baka að minnsta kosti sex til sjö sortir. Hún miðar við að eiga þær allar til fyrsta sunnudag í aðventu. „Mér finnst voða gaman að hafa þetta svo til taks á aðventunni.“ Aðspurð segist hún alltaf gera piparkökur, súkkulaðibitakökur, Sörur, lakkrístoppa, hnetukökur og vanilluhringi. „Svo freistast ég nú yfirleitt alltaf til að prófa eitthvað nýtt.“Laxamús500 g soðinn lax (má blanda saman tveimur tegundum t.d. lúðu og silungi eða nota eina tegund af góðum fiski.)200 g sýrður rjómi1 dl rjómi¼ tsk. svartur pipar, malaður1 tsk. basilkrydd, fínmalað1 pk. Toro fiskihlaup3 dl heitt fisksoð Sjóðið fiskinn í léttsöltu vatni eða mysublöndu. Leysið fiskihlaupið upp í 3 dl af sjóðandi soði og kryddið. Hrærið fiskinn vel í sundur og blandið í hlaupið ásamt léttþeyttum rjóma og sýrðum rjóma. Setjið í um það bil eins lítra mót og kælið í sex til átta klukkustundir.Sósa1 dós sýrður rjómi1 lítil dós majones¼ l þeyttur rjómiSítrónusafiSmá sykur Borið fram með ristuðu brauði. Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Gyðingakökur Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Trúum á allt sem gott er Jól Sannkallaðir hátíðadrengir Jól Svona á að pakka fallega Jólin
Halldóra Steindórsdóttir er með fastmótaðar jólahefðir. Hún gerir listileg piparkökuhús með barnabörnunum, sker út laufabrauð með allri fjölskyldunni og bakar að minnsta kosti sex sortir. Uppskrift að laxamús hefur fylgt henni lengi. Halldóra býður fjölskyldunni í veislu á jóladag. Þá er yfirleitt mild laxamús með frísklegri sítrónusósu og ristuðu brauði í forrétt, sem bitist er um. „Ég tók uppskriftina úr einhverju blaði fyrir örugglega tuttugu árum og hef notað hana síðan.“Halldóra gerir músina á aðfangadagsmorgun og ber hana fram á jóladag.Vísir/AuðunnAðspurð segir Halldóra músina fara vel í unga sem aldna, enda laxinn mildur. „Ég reyni helst að verða mér úti um villtan lax. Ég bý svo vel að það eru veiðimenn í fjölskyldunni. Ég á því yfirleitt flök í frysti til að grafa og gera mús. Halldóra gerir músina yfirleitt á aðfangadagsmorgun og geymir hana í ísskáp. Sömuleiðis sósuna enda segir hún hana betri daginn eftir. „Það er svo voða gott að eiga þetta tilbúið á jóladag.“ Halldóra býr á Akureyri og fer yfirleitt ásamt eiginmanni sínum í jólagraut til annars sonar þeirra í hádeginu á aðfangadag og þar hittist öll fjölskyldan. Hún fer svo í rjúpur til hins um kvöldið. Ef dóttir þeirra og fjölskylda kemur að sunnan eru þau hjónin hins vegar heima. Aðventan er líka í föstum skorðum. „Ég bakaði alltaf nokkur piparkökuhús. Barnabörnin komu svo til að setja þau saman og skreyta. Þá hittumst við fjölskyldan undantekningarlaust til að skera út laufabrauð sem mér finnst alltaf jafn gaman.“ Halldóra er jafnframt vön að fylla alla smákökubauka og segist baka að minnsta kosti sex til sjö sortir. Hún miðar við að eiga þær allar til fyrsta sunnudag í aðventu. „Mér finnst voða gaman að hafa þetta svo til taks á aðventunni.“ Aðspurð segist hún alltaf gera piparkökur, súkkulaðibitakökur, Sörur, lakkrístoppa, hnetukökur og vanilluhringi. „Svo freistast ég nú yfirleitt alltaf til að prófa eitthvað nýtt.“Laxamús500 g soðinn lax (má blanda saman tveimur tegundum t.d. lúðu og silungi eða nota eina tegund af góðum fiski.)200 g sýrður rjómi1 dl rjómi¼ tsk. svartur pipar, malaður1 tsk. basilkrydd, fínmalað1 pk. Toro fiskihlaup3 dl heitt fisksoð Sjóðið fiskinn í léttsöltu vatni eða mysublöndu. Leysið fiskihlaupið upp í 3 dl af sjóðandi soði og kryddið. Hrærið fiskinn vel í sundur og blandið í hlaupið ásamt léttþeyttum rjóma og sýrðum rjóma. Setjið í um það bil eins lítra mót og kælið í sex til átta klukkustundir.Sósa1 dós sýrður rjómi1 lítil dós majones¼ l þeyttur rjómiSítrónusafiSmá sykur Borið fram með ristuðu brauði.
Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Gyðingakökur Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Trúum á allt sem gott er Jól Sannkallaðir hátíðadrengir Jól Svona á að pakka fallega Jólin