Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 13:18 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41
Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52