Samherji Ronaldo, Bale og Benzema biður þá um að sinna líka varnarleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 17:45 BBC, verjast! vísir/getty Lukas Vazquez, framherji Real Madrid, er ósáttur við hvað liðið er að fá á sig mikið af mörkum og biðlar til stjörnuþríeykisins Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema að hjálpa til í varnarleiknum til að koma frekar í veg fyrir þennan leka. BBC-framlínan er búin að vera í stuði eins og alltaf en þremenningarnir eru búnir að skora samtals 19 mörk á tímabilinu. Real er í fínum málum á toppi spænsku 1. deildarinnar og á barmi þess að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera enn taplaust á leiktíðinni er Real-liðið búið að fá á sig 18 mörk, þar af þrjú gegn Legia Varsjá í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið aðeins haldið hreinu einu sinni í síðustu ellefu leikjum. Vazquez kallar eftir því að allir, þar á meðal BBC-þríeykið, sinni sínu hlutverki í varnarleiknum svo liðið hætti að fá á sig öll þessi mörk. „Lið byggist á því að allir eru að leggja sitt að mörkum. BBC og miðjumennirnir þurfa að hjálpa varnarlínunni svo við fáum ekki á okkur svona mörg mörk,“ segir Vazquez í viðtali við Cadena COPE. Vazquez var reglulega í liðinu hjá Zinedine Zidane á síðustu leiktíð en er aðeins búinn að byrja þrjá leiki á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir það er framherjinn mátulega sáttur á Bernabéu eins og staðan er. „Það skiptir ekki máli hvort BBC-þríeykið sé ósnertanlegt eða ekki. Þjálfarinn er sá eini sem ræður og við þurfum að æfa líka. Zidane veitir mér sjálfstraust. Ég veit ekki hvað ég geri á næstu 2-3 árum en ég er ánægður hjá Real Madrid núna,“ seigr Vazquez. „Að verða eitthvað pirraður hjálpar engum. Maður verður að gera sitt besta fyrir liðið þegar maður fær tækifæri,“ segir Lukas Vazquez. Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Lukas Vazquez, framherji Real Madrid, er ósáttur við hvað liðið er að fá á sig mikið af mörkum og biðlar til stjörnuþríeykisins Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema að hjálpa til í varnarleiknum til að koma frekar í veg fyrir þennan leka. BBC-framlínan er búin að vera í stuði eins og alltaf en þremenningarnir eru búnir að skora samtals 19 mörk á tímabilinu. Real er í fínum málum á toppi spænsku 1. deildarinnar og á barmi þess að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera enn taplaust á leiktíðinni er Real-liðið búið að fá á sig 18 mörk, þar af þrjú gegn Legia Varsjá í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið aðeins haldið hreinu einu sinni í síðustu ellefu leikjum. Vazquez kallar eftir því að allir, þar á meðal BBC-þríeykið, sinni sínu hlutverki í varnarleiknum svo liðið hætti að fá á sig öll þessi mörk. „Lið byggist á því að allir eru að leggja sitt að mörkum. BBC og miðjumennirnir þurfa að hjálpa varnarlínunni svo við fáum ekki á okkur svona mörg mörk,“ segir Vazquez í viðtali við Cadena COPE. Vazquez var reglulega í liðinu hjá Zinedine Zidane á síðustu leiktíð en er aðeins búinn að byrja þrjá leiki á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir það er framherjinn mátulega sáttur á Bernabéu eins og staðan er. „Það skiptir ekki máli hvort BBC-þríeykið sé ósnertanlegt eða ekki. Þjálfarinn er sá eini sem ræður og við þurfum að æfa líka. Zidane veitir mér sjálfstraust. Ég veit ekki hvað ég geri á næstu 2-3 árum en ég er ánægður hjá Real Madrid núna,“ seigr Vazquez. „Að verða eitthvað pirraður hjálpar engum. Maður verður að gera sitt besta fyrir liðið þegar maður fær tækifæri,“ segir Lukas Vazquez.
Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira