Belgar buðu til markaveislu | Öll úrslit dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2016 22:00 Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13
Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00
Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45
Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49