Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld.
Evrópumeistararnir hafa nú unnið þrjá leiki í röð í undankeppninni með markatölunni 16-1. Portúgal er í 2. sæti B-riðils með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann Færeyjar fyrr í dag.
Ronaldo kom Portúgal yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Portúgalir fengu aðra vítaspyrnu eftir tæpan klukkutíma. Ronaldo fór aftur á punktinn en skaut í stöng.
Arturs Zjuzins jafnaði metin óvænt á 67. mínútu en aðeins þremur mínútum kom William Carvahlo Evrópumeisturunum aftur yfir.
Ronaldo og Bruno Alves bættu svo mörkum við áður en yfir lauk. Ronaldo er núna kominn með 68 mörk í 136 landsleikjum.
