Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-66 | Litlu slátrararnir aftur á sigurbraut Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 12. nóvember 2016 19:30 Thelma Dís Ágústsdóttir átti flottan leik. Vísir/Eyþór Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira