Landsleikjahelgin byrjaði á óvæntum og dramatískum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 19:04 Gevorg Ghazaryan. Vísir/EPA Fyrsti sigur Armena í undankeppni HM 2018 var af dramatísku gerðinni en Armenía vann 3-2 endurkomusigur á Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar voru á toppi E-riðilsins og ekki búnir að tapa fyrir leikinn í kvöld. Armennska liðið hafði aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjum sínum og aðeins skorað eitt mark á 270 mínútum. Úrslitin koma því á óvart og enn frekar miðað við gang mála fyrstu 45 mínútur leiksins. Svartfellingar höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og lið Svartfjallalands var 2-0 yfir í hálfleik. Damir Kojasevic og Stevan Jovetic skoruðu mörkin með tveggja mínútna kafla á lokakafla hálfleiksins. Það var því ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn sem þurftu að tvöfalda markaskor sitt í undankeppninni bara til að jafna metin og fá eitthvað út úr leiknum. Armenar lögðu ekki árar í bát og unnu sig inn í leikinn. Það munaði mikið um að fá mark frá Artak Grigoryan eftir aðeins fimm mínútna leik og jöfnunarmark Varazdat Haroyan kom síðan sextán mínútum fyrir leikslok. Armenarnir voru hinsvegar ekki hættir og pressuðu á lokakaflanum. Það var síðan Gevorg Ghazaryan sem tryggði liðinu öll þrjú stigin með skoti af löngu færi. Markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma en þremur mínútum hafði verið bætt við. Þetta var því alvöru flautumark hjá Gevorg Ghazaryan í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok og það verður örugglega mikið fjör og gaman í miðbæ Jerevan í kvöld og nótt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Fyrsti sigur Armena í undankeppni HM 2018 var af dramatísku gerðinni en Armenía vann 3-2 endurkomusigur á Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar voru á toppi E-riðilsins og ekki búnir að tapa fyrir leikinn í kvöld. Armennska liðið hafði aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjum sínum og aðeins skorað eitt mark á 270 mínútum. Úrslitin koma því á óvart og enn frekar miðað við gang mála fyrstu 45 mínútur leiksins. Svartfellingar höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og lið Svartfjallalands var 2-0 yfir í hálfleik. Damir Kojasevic og Stevan Jovetic skoruðu mörkin með tveggja mínútna kafla á lokakafla hálfleiksins. Það var því ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn sem þurftu að tvöfalda markaskor sitt í undankeppninni bara til að jafna metin og fá eitthvað út úr leiknum. Armenar lögðu ekki árar í bát og unnu sig inn í leikinn. Það munaði mikið um að fá mark frá Artak Grigoryan eftir aðeins fimm mínútna leik og jöfnunarmark Varazdat Haroyan kom síðan sextán mínútum fyrir leikslok. Armenarnir voru hinsvegar ekki hættir og pressuðu á lokakaflanum. Það var síðan Gevorg Ghazaryan sem tryggði liðinu öll þrjú stigin með skoti af löngu færi. Markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma en þremur mínútum hafði verið bætt við. Þetta var því alvöru flautumark hjá Gevorg Ghazaryan í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok og það verður örugglega mikið fjör og gaman í miðbæ Jerevan í kvöld og nótt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira