Framhald viðræðna skýrist um helgina Þorgeir Helgason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Sjálfstæðismanna fundaði í gær í Valhöll. Eftir fundinn fór Bjarni Benediktsson á fund forseta og tilkynnti um formlegar viðræður. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira