Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ætlar að skila stjórnarmyndunarumboðinu eftir tvo til þrjá daga ef yfirstandandi stjórnarviðræður skila ekki árangri innan þess tíma. Hann fundaði í dag með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar en allir eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, komu gangandi á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu í morgun en formenn flokkanna þriggja ákváðu í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.Eru flokksmenn ánægðir með að þessar viðræður séu formlega farnar af stað? „Já, það er mikill fögnuður,“ segir Benedikt.En hjá þér Óttar? „Já, það eru margir ánægðir, margir óöruggir líka. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að þetta er auðvitað nýtt fyrir okkur. En við erum í pólitík til þess að hafa áhrif þannig að ég held að fólk sé spennt að sjá hvort þetta geti gengið upp.“ Bjarni segir vinnu dagsins hafa gengið vel. „Vinnan er komin af stað. Viðræðurnar voru settar af stað af okkur formönnunum og við fáum til liðs við okkur félaga okkar og einhverja þingmenn til að sitja yfir þessum efnisþáttum,“ segir Bjarni og bætir við að þannig sé nú búið að velja fólk úr Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn til þess að taka þátt í málefnavinnunni við undirbúning stjórnarsáttmálans og koma þrír til fjórir úr í hverjum flokki.Hvað ætliði að gefa þessu langan tíma? „Við höfum verið nokkuð sammála um það að við þurfum að sjá til lands á tveimur þremur dögum. Þá er ég að meina að við séum ekki að spóla þá ennþá í sama farinu,“ segir Bjarni. Hann segir að ef viðræðurnar skili ekki árangri innan þess tíma skili hann umboðinu. „Þá höfum við rætt um það ég og forsetinn að þá borgi sig að afhenda aftur umboðið. Það held ég að sé líka augljóst öllum að þá verða liðnar rúmar tvær vikur og ef við erum bara að spóla í sama farinu er komin tími til að einhver annar reyni. En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira