Hin bandaríska Aaryn Ellenberg-Wiley hefur komið sterk inn í lið Snæfells í Domino's deildar kvenna.
Ellenberg-Wiley er ekki einungis mikill skorari heldur hefur hún góð áhrif á liðsfélaga sína.
Berglind Gunnarsdóttir virðist sérstaklega njóta þess að spila með Ellenberg-Wiley en tölurnar hennar hafa rokið upp eftir að sú bandaríska kom í Hólminn.
Berglind skoraði t.a.m. 18 stig í öruggum sigri Snæfells á Skallagrími á miðvikudaginn.
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Berglindar og Ellenberg-Wiley í leiknum gegn Skallagrími í síðasta þætti.
Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að ofan.
