Trump skipar Priebus starfsmannastjóra Hvíta hússins Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 22:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06
Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00