Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2016 12:41 Óttarr hefur ekki tekið fúkyrðaflauminn inn á sig. "Eftir að hafa verið listamaður á Íslandi kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“ visir/ernir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn mjakast. Nú sé verið að vinna í að kafa dýpra í helstu málaflokka og þessi mál sem vitað var fyrirfram að væri dálítið á milli manna með. „Sú vinna hefur gengið ágætlega en hún er enn í gangi,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Óttarr hefur mátt sæta svikabrigslum og verið atyrtur ótæpilega á samfélagsmiðlum alla helgina af þeim sem eru afar ósáttir við það að Björt framtíð gangi gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um helgina. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sá ástæðu til að rísa Óttari til varnar.Óttarr ekki tekið fúkyrðin inná sig Þetta hefur vitanlega ekki farið fram hjá Óttari. „Það hefur verið mikil ástríða og harðar meiningar, ekki bara gagnrýni heldur líka stuðningur, ég verð bara að lýsa yfir skilningi á því. Það sýnir helst að þessi verkefni sem maður er að vasast í skipta fólk máli og þau eru mikilvæg. En, það er ákveðinn kjarni í hugmyndafræði Bjartrar framtíðar að við viljum bæta pólitíkina og auka samtal um pólitík. Við höfum alltaf talað skýrt um að við viljum samtal og því ábyrgðarhluti að taka þátt í því frekar en að neita okkur um það. Við höfum talað skýrt um það alveg frá því fyrir kosningar og alveg eftir að umræður um mögulega þátttöku okkar í stjórnarsamstarfi, að við gerum það skýrt út frá okkar prinsippum og áherslum í pólitík. Það að taka þátt í samtali þýðir ekki sjálfkrafa að við séum að slá af því,“ segir Óttarr. Óttarr segir spurður ekki hafa tekið þetta inná sig. „Nei, ég hef að mörgu leyti skilning á því að fólki sé heitt í hamsi. Ég hef líka séð að þetta er ekki allt á eina bókina lært, gagnrýni en einnig stuðningur við það sem við erum að gera. Eftir að hafa verið listamaður á Íslandi kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“Ýmsir innan Bjartrar framtíðar skeptískir Ekki er það aðeins svo að gagnrýni komi utan frá, hún kemur einnig innan frá. „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Óttarr segir það rétt, Páll Valur hafi verið skeptískur á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Og það er alveg ljóst að það eru fleiri sem hafa áhyggjur af því innan flokksins. Við erum á nýjum stað og höfum auðvitað verið í virkri og sterkri stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og fráfarandi ríkisstjórn allt þetta kjörtímabil. Þannig að ljóst er að það þarf að vera skýrt hvaða áherslur væru í mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og skiljanlegt að ekki hafi allir jafn mikla trú á að það geti náðst góð lending.“Vðiræðurnar hafa gengið vel og nú fer að sjá fyrir enda þeirra. Enn ber þó ýmsilegt á milli.visir/ngyTímaramminn sem leiðtogar þessara þriggja flokka gáfu sér var fremur þröngur. „Við höfum talað um að við þyrftum að vera nokkuð skýr með það hvort við teldum að þetta myndi geta gengið saman núna uppúr helginni eins og það var orðað. Það er nú eiginlega farið að banka í þau tímamörk. Í dag eða næstu daga þarf að vera ljóst hvort að við trúum á þetta. Fer að styttast í að þetta verði ljóst en ekki alveg komið þangað.“Viðræðurnar gengið vel en enn ber talsvert á milli Óttarr segir fundadagskrá sé ekki niður negld, helgin hafi farið mikið til í samtal milli flokka og nú í dag sé meira verið að ræða innan flokkanna. „Þannig er það alla veganna hjá okkur og ég held að það sé þannig hjá hinum flokkunum einnig. Viðræðurnar hafa gengið vel að sögn Óttars, að mörgu leyti, en það eru ákveðin grundvallaratriði sem ekki er búið að leysa en skýr munur er á afstöðu flokkanna í Evrópumálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og afstöðu gagnvart stjórnarskrá. En svo eru stóru mikilvægu málin eins og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og innviðir, sem menn eru ekki endilega ósammála um en þurfa að finna heilbrigða lendingu í.“ Kosningar 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn mjakast. Nú sé verið að vinna í að kafa dýpra í helstu málaflokka og þessi mál sem vitað var fyrirfram að væri dálítið á milli manna með. „Sú vinna hefur gengið ágætlega en hún er enn í gangi,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Óttarr hefur mátt sæta svikabrigslum og verið atyrtur ótæpilega á samfélagsmiðlum alla helgina af þeim sem eru afar ósáttir við það að Björt framtíð gangi gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um helgina. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sá ástæðu til að rísa Óttari til varnar.Óttarr ekki tekið fúkyrðin inná sig Þetta hefur vitanlega ekki farið fram hjá Óttari. „Það hefur verið mikil ástríða og harðar meiningar, ekki bara gagnrýni heldur líka stuðningur, ég verð bara að lýsa yfir skilningi á því. Það sýnir helst að þessi verkefni sem maður er að vasast í skipta fólk máli og þau eru mikilvæg. En, það er ákveðinn kjarni í hugmyndafræði Bjartrar framtíðar að við viljum bæta pólitíkina og auka samtal um pólitík. Við höfum alltaf talað skýrt um að við viljum samtal og því ábyrgðarhluti að taka þátt í því frekar en að neita okkur um það. Við höfum talað skýrt um það alveg frá því fyrir kosningar og alveg eftir að umræður um mögulega þátttöku okkar í stjórnarsamstarfi, að við gerum það skýrt út frá okkar prinsippum og áherslum í pólitík. Það að taka þátt í samtali þýðir ekki sjálfkrafa að við séum að slá af því,“ segir Óttarr. Óttarr segir spurður ekki hafa tekið þetta inná sig. „Nei, ég hef að mörgu leyti skilning á því að fólki sé heitt í hamsi. Ég hef líka séð að þetta er ekki allt á eina bókina lært, gagnrýni en einnig stuðningur við það sem við erum að gera. Eftir að hafa verið listamaður á Íslandi kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“Ýmsir innan Bjartrar framtíðar skeptískir Ekki er það aðeins svo að gagnrýni komi utan frá, hún kemur einnig innan frá. „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Óttarr segir það rétt, Páll Valur hafi verið skeptískur á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Og það er alveg ljóst að það eru fleiri sem hafa áhyggjur af því innan flokksins. Við erum á nýjum stað og höfum auðvitað verið í virkri og sterkri stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og fráfarandi ríkisstjórn allt þetta kjörtímabil. Þannig að ljóst er að það þarf að vera skýrt hvaða áherslur væru í mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og skiljanlegt að ekki hafi allir jafn mikla trú á að það geti náðst góð lending.“Vðiræðurnar hafa gengið vel og nú fer að sjá fyrir enda þeirra. Enn ber þó ýmsilegt á milli.visir/ngyTímaramminn sem leiðtogar þessara þriggja flokka gáfu sér var fremur þröngur. „Við höfum talað um að við þyrftum að vera nokkuð skýr með það hvort við teldum að þetta myndi geta gengið saman núna uppúr helginni eins og það var orðað. Það er nú eiginlega farið að banka í þau tímamörk. Í dag eða næstu daga þarf að vera ljóst hvort að við trúum á þetta. Fer að styttast í að þetta verði ljóst en ekki alveg komið þangað.“Viðræðurnar gengið vel en enn ber talsvert á milli Óttarr segir fundadagskrá sé ekki niður negld, helgin hafi farið mikið til í samtal milli flokka og nú í dag sé meira verið að ræða innan flokkanna. „Þannig er það alla veganna hjá okkur og ég held að það sé þannig hjá hinum flokkunum einnig. Viðræðurnar hafa gengið vel að sögn Óttars, að mörgu leyti, en það eru ákveðin grundvallaratriði sem ekki er búið að leysa en skýr munur er á afstöðu flokkanna í Evrópumálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og afstöðu gagnvart stjórnarskrá. En svo eru stóru mikilvægu málin eins og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og innviðir, sem menn eru ekki endilega ósammála um en þurfa að finna heilbrigða lendingu í.“
Kosningar 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira