Tækifæri sem verður að nýta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 06:00 Heimir vill nýta Möltuleikinn sem best. vísir/epa Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Sjá meira