60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Ritstjórn skrifar 15. nóvember 2016 12:30 Það er ekkert lát að vinsældum strigaskósins þessa dagana og úrvalið hefur sjaldan verið meira og betra. Til dæmis hefur merkið Adidas fengið uppreisn æru undanfarin misseri með því að dusta rykið af skóm á borð við Stan Smith og Superstar sem tískufyrirmyndir hafa klæðst óspart síðustu mánuði. Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni. Kate Moss. Glamour Tíska Mest lesið Heather Marks á forsíðu Glamour Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Glamour Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Michael Kors á hraðri niðurleið Glamour
Það er ekkert lát að vinsældum strigaskósins þessa dagana og úrvalið hefur sjaldan verið meira og betra. Til dæmis hefur merkið Adidas fengið uppreisn æru undanfarin misseri með því að dusta rykið af skóm á borð við Stan Smith og Superstar sem tískufyrirmyndir hafa klæðst óspart síðustu mánuði. Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni. Kate Moss.
Glamour Tíska Mest lesið Heather Marks á forsíðu Glamour Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour iglo+indi gerir peysu til styrktar UN Women Glamour Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Michael Kors á hraðri niðurleið Glamour