Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2016 11:50 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Forystumenn stjórnarmyndunarflokkanna og málefnahópar á þeirra vegum halda væntanlega áfram tilraunum sínum til myndunar meirihluta á Alþingi í dag. Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hóf formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð síðast liðinn laugardag. En áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka, Fundað hefur verið í þremur málefnahópum flokkanna um helgina og í gær og formennirnir þrír hafa verið í stöðugu sambandi, meðal annar í gær að sögn Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar. „Ég held við höfum skipst á skeytum fram til klukkan half ellefu í gærkvöldi,” segir Benedikt. Ötullega sé unnið að málefnunum.Bjarni Benediktsson.Vísir/Ernir„Margt gengur mjög vel en á öðrum stöðum ber meira í milli og svo þarf að beita meira hugviti sumstaðar til að finna lausnir,” segir formaður Viðreisnar. Hann tekur undir með Bjarna um að niðurstaða ætti að geta legið fyrir um miðja þessa viku. Á morgun eða hinn. „Ég held að það væri mjög æskilegt að það gerðist já. Ég held að það sé engum greiði gerður að við höldum þessu áfram ef það gengur ekki. En þetta þokast í rétta átt,“ segir Benedikt.Þannig að þér finnst kannski líklegra að þið náið saman um samstarf en ekki?„Ég get eiginlega ekki sagt það fyrr en fyrr en við erum búin að leysa síðasta hnútinn.“Menn verða að sætta sig við úrslit kosningaFormaður Viðreisnar vill ekki útlista hvaða mál séu erfiðust en menn geti sjálfir gert sér það í hugarlund útfrá stefnu flokkanna þriggja. Þegar rætt var við hann um klukkan tíu í morgun var ekki búið að boða nýja fundi en honum þótti líklegt að gerðist bráðlega. Hlutverk formannanna hafi verið að reyna að leysa úr ágreiningi sem komi upp í vinnu málefnahópanna.Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa verið afar samstíga síðan eftir kosningar.Vísir/VilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir meiri gagnrýni en formenn hinna flokka á samfélagsmiðlum og víðar vegna þessarar stjórnarmyndunartilraunar. Benedikt segir að menn verði að sætta sig við úrslit kosninganna hvort sem þeim líki betur eða verr. „Þá er það okkar sem í stjórnmálunum eru að reyna að vinna út úr því. Það er beinlínis skylda okkar,“ segir Benedikt. Í dag eru sex vikur til áramóta og ljóst að Alþingi þarf að minnsta kosti að afgreiða fjárlög fyrir áramót og þrýst er á að lausn verði fundin á jöfnun lífeyrisréttinda fyrir þann tíma líka. Benedikt segir menn gera sér grein fyrir að tíminn líði hratt.Finnst þér þá mikilvægt að forsetinn feli öðrum umboðið fyrir helgi ef ekki tekst að ná saman með ykkur?„Ég ætla ekkert að segja fyrir um hvað forsetinn á að gera. Við eigum alveg nóg með að uppfylla okkar störf,“ segir Benedikt. Það sé mikilvægt að það liggi fyrir á næstu sólarhringum hvort flokkarnir telji að þeir nái að klára stjórnarsáttmála. „En þetta er töluverð vinna. Síðast voru menn tæpar fjórar vikur að skrifa stjórnarsáttmála. Þannig að það er augljóslega talsverð vinna þótt ég reikni ekki með að það taki okkur jafnlangan tíma,“ segir Benedikt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2016 20:30 „Þetta mjakast hægt áfram“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi. 14. nóvember 2016 22:20 Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Fer að sjá fyrir endann á stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 14. nóvember 2016 12:41 Efast um að myndun stjórnarinnar takist Stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi þingmaður segir prinsippmál koma í veg fyrir að flokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðismönnum. Standi Óttarr Proppé á prinsippum sínum muni viðræður enda fljótt. 14. nóvember 2016 05:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Forystumenn stjórnarmyndunarflokkanna og málefnahópar á þeirra vegum halda væntanlega áfram tilraunum sínum til myndunar meirihluta á Alþingi í dag. Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hóf formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð síðast liðinn laugardag. En áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka, Fundað hefur verið í þremur málefnahópum flokkanna um helgina og í gær og formennirnir þrír hafa verið í stöðugu sambandi, meðal annar í gær að sögn Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar. „Ég held við höfum skipst á skeytum fram til klukkan half ellefu í gærkvöldi,” segir Benedikt. Ötullega sé unnið að málefnunum.Bjarni Benediktsson.Vísir/Ernir„Margt gengur mjög vel en á öðrum stöðum ber meira í milli og svo þarf að beita meira hugviti sumstaðar til að finna lausnir,” segir formaður Viðreisnar. Hann tekur undir með Bjarna um að niðurstaða ætti að geta legið fyrir um miðja þessa viku. Á morgun eða hinn. „Ég held að það væri mjög æskilegt að það gerðist já. Ég held að það sé engum greiði gerður að við höldum þessu áfram ef það gengur ekki. En þetta þokast í rétta átt,“ segir Benedikt.Þannig að þér finnst kannski líklegra að þið náið saman um samstarf en ekki?„Ég get eiginlega ekki sagt það fyrr en fyrr en við erum búin að leysa síðasta hnútinn.“Menn verða að sætta sig við úrslit kosningaFormaður Viðreisnar vill ekki útlista hvaða mál séu erfiðust en menn geti sjálfir gert sér það í hugarlund útfrá stefnu flokkanna þriggja. Þegar rætt var við hann um klukkan tíu í morgun var ekki búið að boða nýja fundi en honum þótti líklegt að gerðist bráðlega. Hlutverk formannanna hafi verið að reyna að leysa úr ágreiningi sem komi upp í vinnu málefnahópanna.Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa verið afar samstíga síðan eftir kosningar.Vísir/VilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir meiri gagnrýni en formenn hinna flokka á samfélagsmiðlum og víðar vegna þessarar stjórnarmyndunartilraunar. Benedikt segir að menn verði að sætta sig við úrslit kosninganna hvort sem þeim líki betur eða verr. „Þá er það okkar sem í stjórnmálunum eru að reyna að vinna út úr því. Það er beinlínis skylda okkar,“ segir Benedikt. Í dag eru sex vikur til áramóta og ljóst að Alþingi þarf að minnsta kosti að afgreiða fjárlög fyrir áramót og þrýst er á að lausn verði fundin á jöfnun lífeyrisréttinda fyrir þann tíma líka. Benedikt segir menn gera sér grein fyrir að tíminn líði hratt.Finnst þér þá mikilvægt að forsetinn feli öðrum umboðið fyrir helgi ef ekki tekst að ná saman með ykkur?„Ég ætla ekkert að segja fyrir um hvað forsetinn á að gera. Við eigum alveg nóg með að uppfylla okkar störf,“ segir Benedikt. Það sé mikilvægt að það liggi fyrir á næstu sólarhringum hvort flokkarnir telji að þeir nái að klára stjórnarsáttmála. „En þetta er töluverð vinna. Síðast voru menn tæpar fjórar vikur að skrifa stjórnarsáttmála. Þannig að það er augljóslega talsverð vinna þótt ég reikni ekki með að það taki okkur jafnlangan tíma,“ segir Benedikt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2016 20:30 „Þetta mjakast hægt áfram“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi. 14. nóvember 2016 22:20 Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Fer að sjá fyrir endann á stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 14. nóvember 2016 12:41 Efast um að myndun stjórnarinnar takist Stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi þingmaður segir prinsippmál koma í veg fyrir að flokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðismönnum. Standi Óttarr Proppé á prinsippum sínum muni viðræður enda fljótt. 14. nóvember 2016 05:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2016 20:30
„Þetta mjakast hægt áfram“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi. 14. nóvember 2016 22:20
Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Fer að sjá fyrir endann á stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 14. nóvember 2016 12:41
Efast um að myndun stjórnarinnar takist Stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi þingmaður segir prinsippmál koma í veg fyrir að flokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðismönnum. Standi Óttarr Proppé á prinsippum sínum muni viðræður enda fljótt. 14. nóvember 2016 05:30