„Ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 19:47 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira