Viðeigandi endir á frábæru ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2016 06:00 Sverrir Ingi hefur nú skorað þrjú mörk í níu landsleikjum. vísir/getty Sögulegu landsliðsári lauk í gær þegar Ísland bar sigurorð af Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Ta’Qali-leikvanginum á Möltu. Leikurinn í gær var með þeim auðgleymanlegri á árinu 2016 þar sem íslensku strákarnir skrifuðu nýjan kafla í fótboltasögu þjóðarinnar. En sigur er sigur og það var viðeigandi að enda árið 2016 á einum slíkum. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gerði tíu breytingar frá tapleiknum gegn Króatíu á laugardaginn. Aðeins Birkir Már Sævarsson hélt stöðu sinni. Leikmenn sem hafa staðið við þröskuldinn á landsliðinu fengu tækifæri og nýttu það misvel. Eins og við mátti búast var Ísland sterkari aðilinn í leiknum enda 157 sætum fyrir ofan Möltu á styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið spilaði þó ekki neinn glansbolta og náði of sjaldan að setja Maltverja undir alvöru pressu. Viðar Örn Kjartansson, sem átti að sumra mati að fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Króötum, var nokkuð ágengur upp við mark heimamanna í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Staðan var markalaus í hálfleik en strax á annarri mínútu seinni hálfleiks braut Arnór Ingvi Traustason ísinn. Hann fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og lét vaða, boltinn fór í stöngina, í Andrew Hogg, markvörð Möltu, og inn. Skömmu síðar fékk Arnór Ingvi gott færi til að skora sitt annað mark en hitti ekki boltann. Maltverjar gerðu sig sjaldan líklega til að jafna metin og ógnuðu aðallega með langskotum. Íslendingar sköpuðu sér heldur ekki nein teljandi færi og sá litli botn sem var í leiknum datt úr honum. Ísland bætti öðru marki við áður en yfir lauk. Það gerði miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason með góðum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslenska liðið ógnaði einna helst eftir hornspyrnur í gær en í fyrri hálfleik átti Hólmar Örn Eyjólfsson skalla sem var bjargað á línu. Fátt markvert gerðist eftir þetta og leikurinn fjaraði út. Sigurinn var vel þeginn en frammistaðan var misjöfn. Íslenska liðið lenti þó aldrei í vandræðum og það var kannski erfitt að fara fram á fimm stjörnu frammistöðu hjá liði sem hefur aldrei spilað saman. Sögulegu landsliðsári er nú lokið. EM-ævintýrið stendur að sjálfsögðu upp úr og gleymist seint. Ferðin á næsta stórmót, HM 2018, hófst svo í haust og hefur gengið ágætlega hingað til. Sjö stig eftir fjóra leiki, þar af tvo erfiða útileiki, er fínasta uppskera og möguleikinn á að tryggja sér farseðil til Rússlands er svo sannarlega til staðar. Það hefur reynt á breiddina í íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni HM í haust og það er ljóst að það má ekki mikið út af bera. En ef lykilmenn haldast heilir og leikmenn sem eru við landsliðsþröskuldinn stíga upp er engin ástæða fyrir því að árið 2017 geti ekki orðið gott. Það verður þó aldrei jafn gott og árið 2016 enda samanburðurinn ósanngjarn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ólafur Ingi: Mikill heiður að vera fyrirliði Ólafur Ingi Skúlason bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Möltu í kvöld. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. 15. nóvember 2016 21:38 Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Ta'Qali-vellinum í kvöld. 15. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Sögulegu landsliðsári lauk í gær þegar Ísland bar sigurorð af Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Ta’Qali-leikvanginum á Möltu. Leikurinn í gær var með þeim auðgleymanlegri á árinu 2016 þar sem íslensku strákarnir skrifuðu nýjan kafla í fótboltasögu þjóðarinnar. En sigur er sigur og það var viðeigandi að enda árið 2016 á einum slíkum. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gerði tíu breytingar frá tapleiknum gegn Króatíu á laugardaginn. Aðeins Birkir Már Sævarsson hélt stöðu sinni. Leikmenn sem hafa staðið við þröskuldinn á landsliðinu fengu tækifæri og nýttu það misvel. Eins og við mátti búast var Ísland sterkari aðilinn í leiknum enda 157 sætum fyrir ofan Möltu á styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið spilaði þó ekki neinn glansbolta og náði of sjaldan að setja Maltverja undir alvöru pressu. Viðar Örn Kjartansson, sem átti að sumra mati að fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Króötum, var nokkuð ágengur upp við mark heimamanna í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Staðan var markalaus í hálfleik en strax á annarri mínútu seinni hálfleiks braut Arnór Ingvi Traustason ísinn. Hann fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og lét vaða, boltinn fór í stöngina, í Andrew Hogg, markvörð Möltu, og inn. Skömmu síðar fékk Arnór Ingvi gott færi til að skora sitt annað mark en hitti ekki boltann. Maltverjar gerðu sig sjaldan líklega til að jafna metin og ógnuðu aðallega með langskotum. Íslendingar sköpuðu sér heldur ekki nein teljandi færi og sá litli botn sem var í leiknum datt úr honum. Ísland bætti öðru marki við áður en yfir lauk. Það gerði miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason með góðum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslenska liðið ógnaði einna helst eftir hornspyrnur í gær en í fyrri hálfleik átti Hólmar Örn Eyjólfsson skalla sem var bjargað á línu. Fátt markvert gerðist eftir þetta og leikurinn fjaraði út. Sigurinn var vel þeginn en frammistaðan var misjöfn. Íslenska liðið lenti þó aldrei í vandræðum og það var kannski erfitt að fara fram á fimm stjörnu frammistöðu hjá liði sem hefur aldrei spilað saman. Sögulegu landsliðsári er nú lokið. EM-ævintýrið stendur að sjálfsögðu upp úr og gleymist seint. Ferðin á næsta stórmót, HM 2018, hófst svo í haust og hefur gengið ágætlega hingað til. Sjö stig eftir fjóra leiki, þar af tvo erfiða útileiki, er fínasta uppskera og möguleikinn á að tryggja sér farseðil til Rússlands er svo sannarlega til staðar. Það hefur reynt á breiddina í íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni HM í haust og það er ljóst að það má ekki mikið út af bera. En ef lykilmenn haldast heilir og leikmenn sem eru við landsliðsþröskuldinn stíga upp er engin ástæða fyrir því að árið 2017 geti ekki orðið gott. Það verður þó aldrei jafn gott og árið 2016 enda samanburðurinn ósanngjarn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ólafur Ingi: Mikill heiður að vera fyrirliði Ólafur Ingi Skúlason bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Möltu í kvöld. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. 15. nóvember 2016 21:38 Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Ta'Qali-vellinum í kvöld. 15. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Ólafur Ingi: Mikill heiður að vera fyrirliði Ólafur Ingi Skúlason bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann Möltu með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik á Möltu í kvöld. Hann kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. 15. nóvember 2016 21:38
Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Ta'Qali-vellinum í kvöld. 15. nóvember 2016 20:00