Messi og allt landslið Argentínu neitaði að tjá sig við fjölmiðla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 08:30 Lionel Messi í leiknum í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira