Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 13:50 Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Guðna Th. Jóhannessonar í síðasta mánuði. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09
Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00