Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira