Hver ræður raunveruleikanum? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Bækur Kompa Sigrún Pálsdóttir Smekkleysa 166 bls. Oddi Kápa: Sigrún Pálsdóttir/Egill Baldursson Ung kona vinnur að doktorsritgerð í listfræði. Henni hefur verið úthlutað verkefni, að skoða gamalt handrit að dagbók listamanns til að reyna að komast á snoðir um eitthvað áður óþekkt í sambandi við lífshlaup hans. Hún gerir stórbrotna uppgötvun og vinnur næstu árin að því að byggja ritgerðina kringum þessa uppgötvun en þegar hún ætlar að reka smiðshöggið á ritgerðina rekst hún á staðreynd í textanum sem gerir það að verkum að öll vinnan er unnin fyrir gýg, raunveruleikinn sem hún hélt að hún væri að vinna með reynist ekki réttur og þar með fer hún að efast um allan raunveruleika, ekki hvað síst sinn eigin. Raunveruleikinn er til umfjöllunar, hvernig er hann, hvernig túlkum við hann, hvernig skynjum við hann og hvers skynjun á raunveruleikanum er sú rétta? Í sögunni og sagnfræðinni er það alltaf eitt sjónarhorn sem verður ofan á en í samtímanum getur allt gerst og allar túlkanir verið sú rétta. Söguhetjan glímir við raunveruleikann og missir oft tökin á honum, í örvæntingu reynir hún að búa til atburðarás, samtöl og jafnvel persónuleika fólksins í kringum sig til að hafa einhver tök á því sem er raunverulegt, sem er að gerast og sjálfri sér. Minnið og túlkun þess kemur einnig við sögu sem og túlkun okkar á því sem á einhverju skeiði eru „staðreyndir“ og svo því hvernig hægt er að hagræða þessum „staðreyndum“ þannig að þær verði okkur í hag. Bókin er full af táknum, þannig er mikið rótað í ruslafötum, endurvinnslugámum og gömlum bókum og tímaritum til að leita að gögnum og sannindum, leikið er með merkingu orðsins kompa sem getur bæði verið minnisbók og lítið geymsluherbergi en hvort tveggja leikur stórt hlutverk í sögunni og þannig mætti lengi telja. Kompa er ekki einföld skáldsaga með línulegum söguþræði og skilgreindu plotti. Þetta er samt spennusaga að því leyti að það tekur lesandann drjúga stund að finna út úr því hvað raunverulega gerðist á bókasafninu þennan örlagaríka dag. Þetta er líka skáldsaga um að missa tökin, á lífi sínu, á verkefnunum sínum, á umhverfinu, á sjálfri sér. Sem slík er hún ekki alltaf einföld aflestrar og mikið flett fram og til baka til að rifja upp hvað gerðist, hverjar „staðreyndirnar“ eru, þangað til lesandinn gefst upp og leyfir textanum að bera sig áfram, án þess að gera til hans línulegar kröfur. Bókin er vel stíluð og textinn dregur upp fallegar myndir sem verða stundum óhugnanlegar, aðallega samt af því að lesandinn skilur ekki alltaf hvernig þær passa við söguframvinduna. Ýmisleg skemmtileg stílbrögð má nefna, til dæmis hvernig höfundur skráir samtal í stórum vinkvennahópi. Sigrún Pálsdóttir skrifar hér sína fyrstu skáldsögu en áður hefur hún skrifað bækur sem einmitt byggja á sagnfræðilegum heimildum og hafa notið mikilla vinsælda og viðurkenningar. Hér leikur hún sér að dyggum lesendum sínum með því að efast um gildi heimilda og benda á vald túlkandans. Þannig er saga fræðikonunnar ungu saga okkar allra sem reynum að gefa brotunum úr lífi okkar og annarra merkingu og hversu brothætt sú merking getur verið.Niðurstaða: Kompa er falleg bók, súrrealísk á köflum, skemmtilega hversdagsleg á öðrum, sannarlega virði þeirra stunda sem fara í að lesa hana. Bókmenntir Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Kompa Sigrún Pálsdóttir Smekkleysa 166 bls. Oddi Kápa: Sigrún Pálsdóttir/Egill Baldursson Ung kona vinnur að doktorsritgerð í listfræði. Henni hefur verið úthlutað verkefni, að skoða gamalt handrit að dagbók listamanns til að reyna að komast á snoðir um eitthvað áður óþekkt í sambandi við lífshlaup hans. Hún gerir stórbrotna uppgötvun og vinnur næstu árin að því að byggja ritgerðina kringum þessa uppgötvun en þegar hún ætlar að reka smiðshöggið á ritgerðina rekst hún á staðreynd í textanum sem gerir það að verkum að öll vinnan er unnin fyrir gýg, raunveruleikinn sem hún hélt að hún væri að vinna með reynist ekki réttur og þar með fer hún að efast um allan raunveruleika, ekki hvað síst sinn eigin. Raunveruleikinn er til umfjöllunar, hvernig er hann, hvernig túlkum við hann, hvernig skynjum við hann og hvers skynjun á raunveruleikanum er sú rétta? Í sögunni og sagnfræðinni er það alltaf eitt sjónarhorn sem verður ofan á en í samtímanum getur allt gerst og allar túlkanir verið sú rétta. Söguhetjan glímir við raunveruleikann og missir oft tökin á honum, í örvæntingu reynir hún að búa til atburðarás, samtöl og jafnvel persónuleika fólksins í kringum sig til að hafa einhver tök á því sem er raunverulegt, sem er að gerast og sjálfri sér. Minnið og túlkun þess kemur einnig við sögu sem og túlkun okkar á því sem á einhverju skeiði eru „staðreyndir“ og svo því hvernig hægt er að hagræða þessum „staðreyndum“ þannig að þær verði okkur í hag. Bókin er full af táknum, þannig er mikið rótað í ruslafötum, endurvinnslugámum og gömlum bókum og tímaritum til að leita að gögnum og sannindum, leikið er með merkingu orðsins kompa sem getur bæði verið minnisbók og lítið geymsluherbergi en hvort tveggja leikur stórt hlutverk í sögunni og þannig mætti lengi telja. Kompa er ekki einföld skáldsaga með línulegum söguþræði og skilgreindu plotti. Þetta er samt spennusaga að því leyti að það tekur lesandann drjúga stund að finna út úr því hvað raunverulega gerðist á bókasafninu þennan örlagaríka dag. Þetta er líka skáldsaga um að missa tökin, á lífi sínu, á verkefnunum sínum, á umhverfinu, á sjálfri sér. Sem slík er hún ekki alltaf einföld aflestrar og mikið flett fram og til baka til að rifja upp hvað gerðist, hverjar „staðreyndirnar“ eru, þangað til lesandinn gefst upp og leyfir textanum að bera sig áfram, án þess að gera til hans línulegar kröfur. Bókin er vel stíluð og textinn dregur upp fallegar myndir sem verða stundum óhugnanlegar, aðallega samt af því að lesandinn skilur ekki alltaf hvernig þær passa við söguframvinduna. Ýmisleg skemmtileg stílbrögð má nefna, til dæmis hvernig höfundur skráir samtal í stórum vinkvennahópi. Sigrún Pálsdóttir skrifar hér sína fyrstu skáldsögu en áður hefur hún skrifað bækur sem einmitt byggja á sagnfræðilegum heimildum og hafa notið mikilla vinsælda og viðurkenningar. Hér leikur hún sér að dyggum lesendum sínum með því að efast um gildi heimilda og benda á vald túlkandans. Þannig er saga fræðikonunnar ungu saga okkar allra sem reynum að gefa brotunum úr lífi okkar og annarra merkingu og hversu brothætt sú merking getur verið.Niðurstaða: Kompa er falleg bók, súrrealísk á köflum, skemmtilega hversdagsleg á öðrum, sannarlega virði þeirra stunda sem fara í að lesa hana.
Bókmenntir Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira