Jon Stewart: „Enginn spurði Trump hvað gerir Bandaríkin frábær“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 16:41 Margir söknuðu Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna Vísir/Skjáskot Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira