Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 06:30 Ólafía Þórunn í Abú Dabí. vísir/getty „Umhverfis hnöttinn á 80 dögum“ er fræg ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Íslandsmeistarinn í golfi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, mun takast það að fara kringum hnöttinn á innan við fimmtíu dögum þegar hún lendir næst í Bandaríkjunum eftir þrjá daga. „Þegar ég var að fljúga síðasta flugið til Íslands frá London þá var það nú ekki mikið mál,“ segir Ólafía Þórunn í léttum tón aðspurð um öll ferðlögin á síðustu vikum. Frá 4. október síðastliðnum hefur hún farið ellefu flug og eytt rúmlega sjötíu klukkutímum í háloftunum. Flugið frá London til Íslands var líka ekkert mikið í samanburði við öll hin flugin. Það lengsta var frá Orlando í Bandaríkjunum yfir til Sjanghaí í Kína. það tók hana rúma tuttugu tíma. „Það var svolítið mikið að fara til Kína beint eftir úrtökumótið,“ viðurkennir Ólafía Þórunn en hún fékk stuttan tíma til jafna sig eftir lengsta flugið. Hún átti líka eftir að fljúga í tíu tíma á milli Hong Kong og Abú Dabí og aðra tíu tíma frá Nýju-Delí á Indlandi til London. Ólafía þurfti að finna sér eitthvað að gera þessa endalausu klukkutíma í flugvélum. „Ég var svolítið að fylgjast með hver tíminn var í landinu sem ég var að ferðast til næst. Ég var um leið að sofa á réttum tíma í flugvélunum enda voru þetta löng flug og allt upp í 35 tíma ferðlög. Ég var alltaf með þá stefnu að reyna að koma mér inn á rétt tímabelti," segir Ólafía Þórunn. „Svo var líka gott afþreyingarkerfi í flugvélinni. Ég horfði á þrjár bíómyndir og las tvær bækur. Ég reyndi bara að finna mér eitthvað að gera eins og að fara yfir bókhaldið mitt sem er reyndar ekki það skemmtilegasta sem ég geri," segir Ólafía brosandi. Ólafía Þórunn hefur skrifað íslensku golfsöguna á þessum ótrúlegu vikum sínum í „hnattferðinni“ og getur haldið því áfram þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina. Ólafía Þórunn fékk nokkra daga hér heima á Íslandi til að safna orku og hitta fjölskylduna sína. Það var nauðsynlegt fyrirað anda að sér íslenska loftinu á ný. Heimsferð Ólafíu var líka söguleg vegna frammistöðu hennar. Hún varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð en hún nældi í keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni um leið og hún komst inn á lokaúrtökumót LPGA. Symetra-mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafía hélt síðan áfram að skrifa söguna á mótinu Fatima Bint Mubarak á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí þar sem hún var í forystu eftir fyrstu tvo dagana. Það er langbesti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð til þessa á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólafía gaf reyndar aðeins eftir á síðustu tveimur hringunum en endaði í 26. sæti og tvöfaldaði verðlaunaféð sitt á árinu. En hverjar eru líkurnar á að hún komist inn á LPGA mótaröðina? „Þetta er fyrst og fremst andlega krefjandi og því þarf maður að vera andlega sterkur. Ég veit að ég þarf að vera stöðug og spila ótrúlega vel. Ef ég spila nokkuð vel og held mér sterkri í hausnum þá á ég alveg góða möguleika,“ segir Ólafía. Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með Ólafíu í þessu risastóra og sögulega verkefni sem er framundan. Mótið fer fram í lok nóvember og hún fer snemma út til Bandaríkjanna til að undirbúa sig sem best. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Umhverfis hnöttinn á 80 dögum“ er fræg ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Íslandsmeistarinn í golfi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, mun takast það að fara kringum hnöttinn á innan við fimmtíu dögum þegar hún lendir næst í Bandaríkjunum eftir þrjá daga. „Þegar ég var að fljúga síðasta flugið til Íslands frá London þá var það nú ekki mikið mál,“ segir Ólafía Þórunn í léttum tón aðspurð um öll ferðlögin á síðustu vikum. Frá 4. október síðastliðnum hefur hún farið ellefu flug og eytt rúmlega sjötíu klukkutímum í háloftunum. Flugið frá London til Íslands var líka ekkert mikið í samanburði við öll hin flugin. Það lengsta var frá Orlando í Bandaríkjunum yfir til Sjanghaí í Kína. það tók hana rúma tuttugu tíma. „Það var svolítið mikið að fara til Kína beint eftir úrtökumótið,“ viðurkennir Ólafía Þórunn en hún fékk stuttan tíma til jafna sig eftir lengsta flugið. Hún átti líka eftir að fljúga í tíu tíma á milli Hong Kong og Abú Dabí og aðra tíu tíma frá Nýju-Delí á Indlandi til London. Ólafía þurfti að finna sér eitthvað að gera þessa endalausu klukkutíma í flugvélum. „Ég var svolítið að fylgjast með hver tíminn var í landinu sem ég var að ferðast til næst. Ég var um leið að sofa á réttum tíma í flugvélunum enda voru þetta löng flug og allt upp í 35 tíma ferðlög. Ég var alltaf með þá stefnu að reyna að koma mér inn á rétt tímabelti," segir Ólafía Þórunn. „Svo var líka gott afþreyingarkerfi í flugvélinni. Ég horfði á þrjár bíómyndir og las tvær bækur. Ég reyndi bara að finna mér eitthvað að gera eins og að fara yfir bókhaldið mitt sem er reyndar ekki það skemmtilegasta sem ég geri," segir Ólafía brosandi. Ólafía Þórunn hefur skrifað íslensku golfsöguna á þessum ótrúlegu vikum sínum í „hnattferðinni“ og getur haldið því áfram þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina. Ólafía Þórunn fékk nokkra daga hér heima á Íslandi til að safna orku og hitta fjölskylduna sína. Það var nauðsynlegt fyrirað anda að sér íslenska loftinu á ný. Heimsferð Ólafíu var líka söguleg vegna frammistöðu hennar. Hún varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð en hún nældi í keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni um leið og hún komst inn á lokaúrtökumót LPGA. Symetra-mótaröðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafía hélt síðan áfram að skrifa söguna á mótinu Fatima Bint Mubarak á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí þar sem hún var í forystu eftir fyrstu tvo dagana. Það er langbesti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð til þessa á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólafía gaf reyndar aðeins eftir á síðustu tveimur hringunum en endaði í 26. sæti og tvöfaldaði verðlaunaféð sitt á árinu. En hverjar eru líkurnar á að hún komist inn á LPGA mótaröðina? „Þetta er fyrst og fremst andlega krefjandi og því þarf maður að vera andlega sterkur. Ég veit að ég þarf að vera stöðug og spila ótrúlega vel. Ef ég spila nokkuð vel og held mér sterkri í hausnum þá á ég alveg góða möguleika,“ segir Ólafía. Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með Ólafíu í þessu risastóra og sögulega verkefni sem er framundan. Mótið fer fram í lok nóvember og hún fer snemma út til Bandaríkjanna til að undirbúa sig sem best.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira